Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 19:36 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili? Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili?
Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira