Handbolti

Grátlegt tap í úrslitum eftir vítakastkeppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska liðið mátti þola grátlegt tap í kvöld.
Íslenska liðið mátti þola grátlegt tap í kvöld. HSÍ

Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Þjóðverjum í úrslitum Sparkassen bikarsins í Þýskalandi í kvöld. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 26-26 og því réðust úrslitin í vítakastkeppni.

Þýska liðið byrjaði leikinn mun betur og skoraði fimm af fystu sex mörkum leiksins. Þjóðverjar héldu forystunni nánast allan leikinn, en íslenska liðið neitaði að gefast upp.

Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar tæp mínúta var eftir af leiknum, en skoraði seinustu tvö mörk leiksins og náði þannig að knýja fram vítakastkeppni. Þar reyndust Þjóðverjarnir þó með sterkari taugar og íslensku strákarnir þurfa því að sætta sig við silfurverðlaun.

Elmar Erlingsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, en þar á eftir kom Kjartan Þór Júlíusson með fimm og Hinrik Hugi Heiðarsson fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×