Að lifa til að vinna eða vinna til að lifa? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 31. desember 2022 08:00 Að undanförnu hefur verið fjallað þó nokkuð um lokun Hagstofu Íslands milli jóla og nýárs vegna jólafrís starfsfólks. Haft hefur verið eftir hagstofustjóra að fríið sé árangursmiðað og leið til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf fyrir hátíðarnar, sem sé oft mikill álagstími fyrir starfsfólk vegna útgáfu. Starfsemi sé þó ekki lögð niður og hluti starfsfólks verði við störf þó skrifstofan verði lokuð. Þó nokkrir hafa séð tilefni til að hnýta í þetta fyrirkomulag opinberlega og jafnvel áætlað kostnað vinnutaps, að því er virðist án þess að hafa allar forsendur til. Vinnusálfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Adam Grant fjallaði einnig í vikunni um frítöku í kringum hátíðarnar. Hann bendir á að slæmir stjórnendur refsi fyrir frítöku þar sem þeir líti á það sem skort á helgun. Góðir stjórnendur veiti fólki frí þar sem fríið auki orku til vinnu. En frábærir stjórnendur krefjist þess að starfsfólk taki sér frí. Þeir líti svo á að um réttindi sé að ræða en ekki verðlaun – af því þeim er annt um líf starfsfólks utan vinnu. Einnig hefur hann bent á að hátíðarnar séu til að halda upp á en ekki til að ná sér eftir of mikið álag. Dragi vinnan svo af fólki að það þurfi að nýta tímann til hvíla sig sé hætt við að á vinnustaðnum ríki menning kulnunar. Heilbrigður vinnustaður leiði ekki til þess að fólk sé að þrotum komið. Grant hefur oft bent á að þær hugmyndir sem við höfum um vinnu og frí þarfnist endurskoðunar. Í eitraðri vinnustaðamenningu sé frí veitt sem verðlaun til þeirra sem hafa unnið sér til húðar. Kulnun endurspegli þannig hugmyndir eða kröfur um helgun í starfi en frí séu til endurheimtar. Í heilbrigðri vinnustaðamenningu aftur á móti eigi öll rétt á fríi þar sem lögð sé megináhersla á vellíðan og starfsfólk hvatt til að taka sér frí til að hlaða batteríin. Í nýrri bók sinni fjallar Grant um mikilvægi þess að við leyfum okkur að skipta um skoðun eða endurhugsa ákvarðanir og afstöðu okkar. Almennt sé litið svo á að gáfur felist í getunni til að læra en í síbreytilegum heimi geti það haft enn meiri þýðingu að geta endurhugsað og af-læra það sem við töldum okkur vita. Það sé þó oft á brattann að sækja því mörgum þykir staðfesta sannfæringarinnar þægilegri en óþægindin sem fylgja því að vera ekki of viss í sinni sök. Ein þeirra hugmynda sem þarfnast endurskoðunar er tvímælalaust sú um hvernig við vinnum vinnuna okkar. Hún litast enn í dag mikið til af því sem Grant kallar eitraða vinnustaðamenningu, þar sem við erum lengi í vinnunni á daginn, gefum okkur varla tíma til að borða eða taka okkur hlé frá störfum og tökum sjaldan eða lítið frí. Hér á landi er enn algengt að við spyrjum vini og kunningja „hvort það sé ekki brjálað að gera?“ þrátt fyrir að VIRK starfsendurhæfingarsjóður hafi reynt að skora þetta viðhorf á hólm með öflugri auglýsingaherferð. Til að draga upp mynd af þessari hugmynd er oft talað um „jakkann á stólnum“ en með því er átt við að þessar hugmyndir snúist um að ef við sitjum (eða stöndum) yfir vinnunni þá skili það bestum afköstum. Þessi hugmynd er þvert á betri vitund. Um 30 ár eru liðin frá því að fyrstu rannsóknir birtust sem sýndu fram á mikilvægi hvíldar fyrir íþróttafólk. Þessi þekking gjörbreytti æfingaskipulagi og undirbúningi fyrir stórmót. Nú er almenn þekking um að t.d. hvíla sig vel fyrir og eftir mikla áreynslu. Lengd kennslustunda og frí frá skóla miðar einnig að þekkingu okkar á getunni til einbeitingar. Vinnustaðamenning er hins vegar of víða enn að ýta undir að fólk örmagnist eða kulni vegna þeirrar ranghugmyndar að mestu afköstin fáist af því að fólk sé alltaf að og (ó)skipulag vinnunnar eykur álag. Á öllum vinnustöðum eru álagstímabil, hvort heldur sem er daglega, innan vikunnar, mánaðarlega eða árlega. Áskorunin er að skipuleggja vinnuna þannig að álagið gangi ekki á andlega eða líkamlega heilsu starfsfólks. Það er því ekki óalgengt að starfsfólk fái að taka út frí í staðinn fyrir mikla yfirvinnu, vinnutörn eða álag. En það er þó mjög mismunandi á milli starfsgreina og eftir störfum, og er algengara í störfum þar sem fólk nýtur mikils sveigjanleika og tímamæling segir lítið sem ekkert til um afköst þar sem störfin eru verkefnadrifin. Talið er að um helmingur starfsfólks á vinnumarkaði geti stjórnað því hvaðan það vinnur, hvenær og hversu mikið og flest spá því til framtíðar að stimpilklukkan muni af þessum sökum heyra sögunni til og aðaláherslan verði á verkefnin. Þessi baunatalning á vinnutíma er því í raun nú þegar orðin úrelt. Það er svo umhugsunarefni hvernig tryggja megi jafnræði milli þeirra hópa á vinnumarkaði sem njóta mikils sveigjanleika og þeirra sem ekki gera það þar sem störfin þeirra krefjist afleysingar. Það er fagnaðarefni að einhverjir vinnustaðir á bæði opinberum og almennum vinnumarkaði vilji stuðla að því að fólk fái notið hátíðanna með sínum kærustu. En spurningin sem stendur eftir er hvort um raunverulegt frí sé að ræða þar sem fólk hefur orku til að njóta en er ekki bara að nota tímann til endurheimtar eftir mikla álagstörn. Þó það séu harla fréttir að vinnustaðir gefi fólki frí á þessum tíma árs er það vonandi hvatning til þeirra sem ekki hugsa á þeim nótum að endurhugsa sína afstöðu og byggja ákvörðunina á bestu mögulegu þekkingu í stað þess að láta gamlar kreddur ráða för. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað þó nokkuð um lokun Hagstofu Íslands milli jóla og nýárs vegna jólafrís starfsfólks. Haft hefur verið eftir hagstofustjóra að fríið sé árangursmiðað og leið til að umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf fyrir hátíðarnar, sem sé oft mikill álagstími fyrir starfsfólk vegna útgáfu. Starfsemi sé þó ekki lögð niður og hluti starfsfólks verði við störf þó skrifstofan verði lokuð. Þó nokkrir hafa séð tilefni til að hnýta í þetta fyrirkomulag opinberlega og jafnvel áætlað kostnað vinnutaps, að því er virðist án þess að hafa allar forsendur til. Vinnusálfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Adam Grant fjallaði einnig í vikunni um frítöku í kringum hátíðarnar. Hann bendir á að slæmir stjórnendur refsi fyrir frítöku þar sem þeir líti á það sem skort á helgun. Góðir stjórnendur veiti fólki frí þar sem fríið auki orku til vinnu. En frábærir stjórnendur krefjist þess að starfsfólk taki sér frí. Þeir líti svo á að um réttindi sé að ræða en ekki verðlaun – af því þeim er annt um líf starfsfólks utan vinnu. Einnig hefur hann bent á að hátíðarnar séu til að halda upp á en ekki til að ná sér eftir of mikið álag. Dragi vinnan svo af fólki að það þurfi að nýta tímann til hvíla sig sé hætt við að á vinnustaðnum ríki menning kulnunar. Heilbrigður vinnustaður leiði ekki til þess að fólk sé að þrotum komið. Grant hefur oft bent á að þær hugmyndir sem við höfum um vinnu og frí þarfnist endurskoðunar. Í eitraðri vinnustaðamenningu sé frí veitt sem verðlaun til þeirra sem hafa unnið sér til húðar. Kulnun endurspegli þannig hugmyndir eða kröfur um helgun í starfi en frí séu til endurheimtar. Í heilbrigðri vinnustaðamenningu aftur á móti eigi öll rétt á fríi þar sem lögð sé megináhersla á vellíðan og starfsfólk hvatt til að taka sér frí til að hlaða batteríin. Í nýrri bók sinni fjallar Grant um mikilvægi þess að við leyfum okkur að skipta um skoðun eða endurhugsa ákvarðanir og afstöðu okkar. Almennt sé litið svo á að gáfur felist í getunni til að læra en í síbreytilegum heimi geti það haft enn meiri þýðingu að geta endurhugsað og af-læra það sem við töldum okkur vita. Það sé þó oft á brattann að sækja því mörgum þykir staðfesta sannfæringarinnar þægilegri en óþægindin sem fylgja því að vera ekki of viss í sinni sök. Ein þeirra hugmynda sem þarfnast endurskoðunar er tvímælalaust sú um hvernig við vinnum vinnuna okkar. Hún litast enn í dag mikið til af því sem Grant kallar eitraða vinnustaðamenningu, þar sem við erum lengi í vinnunni á daginn, gefum okkur varla tíma til að borða eða taka okkur hlé frá störfum og tökum sjaldan eða lítið frí. Hér á landi er enn algengt að við spyrjum vini og kunningja „hvort það sé ekki brjálað að gera?“ þrátt fyrir að VIRK starfsendurhæfingarsjóður hafi reynt að skora þetta viðhorf á hólm með öflugri auglýsingaherferð. Til að draga upp mynd af þessari hugmynd er oft talað um „jakkann á stólnum“ en með því er átt við að þessar hugmyndir snúist um að ef við sitjum (eða stöndum) yfir vinnunni þá skili það bestum afköstum. Þessi hugmynd er þvert á betri vitund. Um 30 ár eru liðin frá því að fyrstu rannsóknir birtust sem sýndu fram á mikilvægi hvíldar fyrir íþróttafólk. Þessi þekking gjörbreytti æfingaskipulagi og undirbúningi fyrir stórmót. Nú er almenn þekking um að t.d. hvíla sig vel fyrir og eftir mikla áreynslu. Lengd kennslustunda og frí frá skóla miðar einnig að þekkingu okkar á getunni til einbeitingar. Vinnustaðamenning er hins vegar of víða enn að ýta undir að fólk örmagnist eða kulni vegna þeirrar ranghugmyndar að mestu afköstin fáist af því að fólk sé alltaf að og (ó)skipulag vinnunnar eykur álag. Á öllum vinnustöðum eru álagstímabil, hvort heldur sem er daglega, innan vikunnar, mánaðarlega eða árlega. Áskorunin er að skipuleggja vinnuna þannig að álagið gangi ekki á andlega eða líkamlega heilsu starfsfólks. Það er því ekki óalgengt að starfsfólk fái að taka út frí í staðinn fyrir mikla yfirvinnu, vinnutörn eða álag. En það er þó mjög mismunandi á milli starfsgreina og eftir störfum, og er algengara í störfum þar sem fólk nýtur mikils sveigjanleika og tímamæling segir lítið sem ekkert til um afköst þar sem störfin eru verkefnadrifin. Talið er að um helmingur starfsfólks á vinnumarkaði geti stjórnað því hvaðan það vinnur, hvenær og hversu mikið og flest spá því til framtíðar að stimpilklukkan muni af þessum sökum heyra sögunni til og aðaláherslan verði á verkefnin. Þessi baunatalning á vinnutíma er því í raun nú þegar orðin úrelt. Það er svo umhugsunarefni hvernig tryggja megi jafnræði milli þeirra hópa á vinnumarkaði sem njóta mikils sveigjanleika og þeirra sem ekki gera það þar sem störfin þeirra krefjist afleysingar. Það er fagnaðarefni að einhverjir vinnustaðir á bæði opinberum og almennum vinnumarkaði vilji stuðla að því að fólk fái notið hátíðanna með sínum kærustu. En spurningin sem stendur eftir er hvort um raunverulegt frí sé að ræða þar sem fólk hefur orku til að njóta en er ekki bara að nota tímann til endurheimtar eftir mikla álagstörn. Þó það séu harla fréttir að vinnustaðir gefi fólki frí á þessum tíma árs er það vonandi hvatning til þeirra sem ekki hugsa á þeim nótum að endurhugsa sína afstöðu og byggja ákvörðunina á bestu mögulegu þekkingu í stað þess að láta gamlar kreddur ráða för. Höfundur er formaður BSRB.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun