Samvinna og samstarf eða sameining sveitarfélaga? Sara Dðgg Svanhildardóttir skrifar 29. desember 2022 14:31 Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Garðabær Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar