Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. desember 2022 13:37 Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn. EPA Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann keypti Twitter og gerðist forstjóri miðilsins. Erfiðlega virðist ganga að fá fyrirtæki til þess að auglýsa á miðlinum og hafa notendur hvatt auðjöfurinn til þess að segja af sér sem forstjóri. Þann 18. desember síðastliðinn tísti Musk skoðanakönnun. Spurningin sem hann lagði fyrir notendur miðilsins var ansi einföld, hann spurði hvort hann ætti að segja af sér sem forstjóri Twitter og tók fram að hann myndi hlýða niðurstöðum könnunarinnar. Rúmlega 17 milljónir notenda tóku þátt í könnuninni og voru 57,5 prósent fylgjandi því að forstjórinn myndi segja af sér. Þegar niðurstaðan varð ljós sagði Musk að hann myndi standa við orð sín um leið og hann myndi finna „einhvern sem er nógu mikið fífl til að taka starfið að sér.“ Ekki er nóg með það að rekstur miðilsins hafi gengið illa heldur var Musk tímabundið steypt af stóli sem ríkasti maður heims þann 7. desember síðastliðinn. Það gerðist einmitt vegna mikillar virðisminnkunar á hlut hans í Tesla. Guardian greinir frá því að gærdagurinn hafi verið sá versti fyrir Tesla í átta mánuði virði hlutabréfa fyrirtækisins hafi minnkað um meira en helming frá því í október síðastliðnum. Hegðun Musk síðustu mánuðina er sögð hafa haft áhrif á traust fjárfesta í Tesla en þeir hafi nú áhyggjur af því að hann hugi of mikið að Twitter. Þar að auki hrapi virði bíla fyrirtækisins samanborið við aðra framleiðendur og búast einhverjir við því að hann verði neyddur til þess að segja starfi sínu sem forstjóri bílaframleiðandans lausu. Twitter Tesla Vistvænir bílar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7. desember 2022 23:58 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Musk hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann keypti Twitter og gerðist forstjóri miðilsins. Erfiðlega virðist ganga að fá fyrirtæki til þess að auglýsa á miðlinum og hafa notendur hvatt auðjöfurinn til þess að segja af sér sem forstjóri. Þann 18. desember síðastliðinn tísti Musk skoðanakönnun. Spurningin sem hann lagði fyrir notendur miðilsins var ansi einföld, hann spurði hvort hann ætti að segja af sér sem forstjóri Twitter og tók fram að hann myndi hlýða niðurstöðum könnunarinnar. Rúmlega 17 milljónir notenda tóku þátt í könnuninni og voru 57,5 prósent fylgjandi því að forstjórinn myndi segja af sér. Þegar niðurstaðan varð ljós sagði Musk að hann myndi standa við orð sín um leið og hann myndi finna „einhvern sem er nógu mikið fífl til að taka starfið að sér.“ Ekki er nóg með það að rekstur miðilsins hafi gengið illa heldur var Musk tímabundið steypt af stóli sem ríkasti maður heims þann 7. desember síðastliðinn. Það gerðist einmitt vegna mikillar virðisminnkunar á hlut hans í Tesla. Guardian greinir frá því að gærdagurinn hafi verið sá versti fyrir Tesla í átta mánuði virði hlutabréfa fyrirtækisins hafi minnkað um meira en helming frá því í október síðastliðnum. Hegðun Musk síðustu mánuðina er sögð hafa haft áhrif á traust fjárfesta í Tesla en þeir hafi nú áhyggjur af því að hann hugi of mikið að Twitter. Þar að auki hrapi virði bíla fyrirtækisins samanborið við aðra framleiðendur og búast einhverjir við því að hann verði neyddur til þess að segja starfi sínu sem forstjóri bílaframleiðandans lausu.
Twitter Tesla Vistvænir bílar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27 Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02 Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7. desember 2022 23:58 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21. desember 2022 07:27
Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. 23. desember 2022 12:02
Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. 7. desember 2022 23:58