Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 22:44 Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Vigdís Finnbogadóttir segir forseta aldrei mega fara gegn meirihlutavilja Alþingis. samsett/vísir Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís. Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís.
Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira