„Ég er á allra síðustu stundu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. desember 2022 14:17 Þóroddur Ragnarsson segist hafa verið á allra síðustu stundu. Allt hafi þó blessast að lokum. Vísir/Vilhelm/Stöð2 Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag. Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur. Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Sigurjón Örn Þórðarson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir þennan mikla fjölda fólks hefðbundinn. Jólaverslunin hafi vel gengið í desember. „Við höfum náttúrulega lagt upp með það í Kringlunni að hér sé gott að koma og umhverfið allt sé hlýtt og notalegt. Þannig að okkur hefur gengið vel með það vegna þess að það má segja að hvert og eitt einasta mannsbarn á Íslandi hefur komið tæplega tvisvar sinnum í Kringluna í desember. Þannig eru tölurnar og við erum bara nokkuð lukkuleg með það,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að hljóðið hafi verið mjög gott í kaupmönnum eftir óvenjugott ár í fyrra. Árið 2021 hafi verið ein stærstu „kaupmannajól“ í manna minnum. Sigurjón Örn telur að það stefni í annað eins. „Verslun hefur kannski dreifst meira yfir á síðustu tvo mánuði ársins í kjölfar allra þessara tilboðsdrifnu viðburða í nóvember, þá er ákveðinn hluti jólaverslunar sem fer fram þá. En svo er alltaf bara ákveðinn hópur sem vill koma í hús og klára sína verslun í rólegheitum í desember.“ Fréttastofa ræddi við gesti og gangandi í Kringlunni í dag. Sumir voru á síðasta snúning en aðrir voru öllu rólegri: „Ég er á allra síðustu stundu, en ég er búinn að kaupa allar jólagjafirnar,“ sagði Þóroddur Ragnarsson og andaði léttar. Herbert Guðmundsson var á leið sinni að kaupa síðustu gjöfina þegar fréttastofa náði tali af honum í verslunarmiðstöðinni. „Maður getur náttúrulega ekki gert allt strax. Ég náttúrulega var að klára rosalega tónleikasyrpu, ég var á fjórtán tónleikum með Baggalúti og svo endaði ég núna með Emmsjé Gauta núna í Háskólabíói,“ sagði Herbert brattur.
Verslun Jól Kringlan Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira