Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 11:19 Valdimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Vadim Savitsky Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. Þetta er meðal þess sem forsetinn sagði í ræðu á fundi ráðuneytisins í gær en hann hét því að Rússar myndu halda áfram að berjast í Úkraínu og að markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Pútín kallar innrásina, yrði náð. Pútín viðurkenndi að innrásin í Úkraínu hefði opinberað vandamál innan rússneska hersins og sagði að laga þyrfti þau. Meðal annars nefndi hann samskiptavandamál og vandræði með gagn-stórskotaliðsárásir. Forsetinn nefndi dróna sérstaklega og sagði þá hafa spilað stóra rullu í innrásinni. Fjölga þyrfti þeim og gera þyrfti dróna sem hægt væri að nota til að stýra stórskotaliðsárásum. Sagði engu sparað til Pútín talaði einnig um fregnir af því að hermenn væru sendir á víglínurnar á grunnbúnaðar eins og sjúkrakassa, matvæla og búninga og sagði hann að ganga þyrfti úr skugga um að svo væri ekki gert. Hann sagði að engu yrði sparað til svo herinn myndi bera sigur úr býtum í Úkraínu. Í ræðu sinni hélt Pútín því fram að Rússar væru svo gott sem að berjast við allt Atlantshafsbandalagið. Ríki NATO og önnur ríki á Vesturlöndum hafa staðið við bakið á Úkraínumönnum og meðal annars sent þeim fjármuni, nauðsynjar, hlífðarbúnað og vopn. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var staddur í Bandaríkjunum í gær og hélt hann meðal annars ræðu í bandaríska þinginu. Þar kallaði hann eftir frekari vopnasendingum til Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa ávallt gert, og sagði að ekki væri um ölmusu að ræða. Þess í stað væru Vesturlönd að fjárfesta í öryggi og lýðræði. Sjá einnig: Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“ Samkvæmt frétt New York Times líkti Pútín rússneskum hermönnum í Úkraínu við „hetjurnar“ sem vörðu Rússland gegn innrás Napóleóns árið 1812 og Hitlers árið 1945 og gaf í skyn að innrás Rússa í Úkraínu snerist um tilvist Rússlands. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Úkraínumenn hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli og þau stór hluti þeirra vopnakerfa sem úkraínski herinn hafi búið yfir í upphafi innrásarinnar hafi verið eyðilagður. Rússar hafa lítið sagt um eigið mannfall. Starfsmenn Varnarmálaráðuneytisins gáfu síðast út tölur í september en þá var því haldið fram að 5.937 hermenn hefðu fallið. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sagt um nokkra vikna skeið að talið sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu. Tölurnar eru sagðar svipaðar hjá Úkraínumönnum, fyrir utan þær þúsundir óbreyttra borgara sem hafa fallið vegna innrásarinnar. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Sergey Fadeichev Shoigu sagði einnig að innrásin hafi sömuleiðis sýnt fram á fagmennsku yfirmanna í hernum og vilja almennra hermanna til að ná markmiðum þeirra við mjög svo erfiðar aðstæður. Vilja fjölga hermönnum um helming Breyta á aldursbili þeirra sem kvaddir eru í herinn úr 18 til 27 í 21 til 30. Þá á að fjölga hermönnum úr um milljón í upphafi þessa árs í um eina og hálfa milljón en ekkert var sagt um hvenær ná ætti þessu markmiði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín gaf í ágúst út skipun um að hermönnum yrði fjölgað í 1,15 milljón og í kjölfarið að skikka ætti þrjú hundruð þúsund menn til herþjónustu. Sá hópur er nú talinn meðal rússneskra hermanna. Samhliða þessu á að stofna nýjar herdeildir sem eiga að verða skipaðar nýjum hermönnum. Þessar herdeildir eiga meðal annars að hafa höfuðstöðvar nærri landamærum Rússlands og Finnlands, vegna væntanlegrar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. Hafa reynt að fjölga hermönnum í nokkur ár Forsvarsmenn rússneska hersins hafa reynt að byggja upp blandaðan her atvinnuhermanna og hóps manna sem kallaðir eru til herskyldu tvisvar sinnum á ári og þjóna herskyldu ár í senn. Þessi hópur á að vera skipaður um 250 þúsund mönnum og mega þeir ekki taka þátt í bardögum utan landamæra Rússlands án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Atvinnuhermönnum hefur þó ekki fjölgað nóg farið fækkandi í Rússlandi á undanförnum árum, samkvæmt grein tveggja sérfræðinga um málefni rússneska hersins frá því í sumar. Shoigu sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í tæplega sjö hundruð þúsund en fyrir lok næsta árs ættu þeir að vera orðnir 521 þúsund talsins. Árið 2019 voru rússneskir atvinnuhermenn 394 þúsund talsins og 405 þúsund árið 2020, sem var síðasta þegar upplýsingar um fjölda þeirra voru opinberaðar. AP segir að þegar innrásin hófst í febrúar hafi um fjögur hundruð þúsund atvinnuhermenn verið í rússneska hernum. Frá því innrásin hófst hafa fregnir ítrekað borist af því að ungir menn sem hafi verið skikkaðir til herþjónustu hafi verið þvingaðir til að skrifa undir atvinnusamning. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Úkraínuforseti færir Bandaríkjaforseta áritaðan fána hermanna á vígstöðvunum Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Zelenskyy heiðrari hermenn á víglínunni í Bakhmut í gær og sagði þá verja alla Úkraínu fyrir dauða og eyðileggingu sem Rússar skildu alls staðar eftir sig. 21. desember 2022 19:20 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. 15. desember 2022 23:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem forsetinn sagði í ræðu á fundi ráðuneytisins í gær en hann hét því að Rússar myndu halda áfram að berjast í Úkraínu og að markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Pútín kallar innrásina, yrði náð. Pútín viðurkenndi að innrásin í Úkraínu hefði opinberað vandamál innan rússneska hersins og sagði að laga þyrfti þau. Meðal annars nefndi hann samskiptavandamál og vandræði með gagn-stórskotaliðsárásir. Forsetinn nefndi dróna sérstaklega og sagði þá hafa spilað stóra rullu í innrásinni. Fjölga þyrfti þeim og gera þyrfti dróna sem hægt væri að nota til að stýra stórskotaliðsárásum. Sagði engu sparað til Pútín talaði einnig um fregnir af því að hermenn væru sendir á víglínurnar á grunnbúnaðar eins og sjúkrakassa, matvæla og búninga og sagði hann að ganga þyrfti úr skugga um að svo væri ekki gert. Hann sagði að engu yrði sparað til svo herinn myndi bera sigur úr býtum í Úkraínu. Í ræðu sinni hélt Pútín því fram að Rússar væru svo gott sem að berjast við allt Atlantshafsbandalagið. Ríki NATO og önnur ríki á Vesturlöndum hafa staðið við bakið á Úkraínumönnum og meðal annars sent þeim fjármuni, nauðsynjar, hlífðarbúnað og vopn. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var staddur í Bandaríkjunum í gær og hélt hann meðal annars ræðu í bandaríska þinginu. Þar kallaði hann eftir frekari vopnasendingum til Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa ávallt gert, og sagði að ekki væri um ölmusu að ræða. Þess í stað væru Vesturlönd að fjárfesta í öryggi og lýðræði. Sjá einnig: Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“ Samkvæmt frétt New York Times líkti Pútín rússneskum hermönnum í Úkraínu við „hetjurnar“ sem vörðu Rússland gegn innrás Napóleóns árið 1812 og Hitlers árið 1945 og gaf í skyn að innrás Rússa í Úkraínu snerist um tilvist Rússlands. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Úkraínumenn hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli og þau stór hluti þeirra vopnakerfa sem úkraínski herinn hafi búið yfir í upphafi innrásarinnar hafi verið eyðilagður. Rússar hafa lítið sagt um eigið mannfall. Starfsmenn Varnarmálaráðuneytisins gáfu síðast út tölur í september en þá var því haldið fram að 5.937 hermenn hefðu fallið. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa sagt um nokkra vikna skeið að talið sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu. Tölurnar eru sagðar svipaðar hjá Úkraínumönnum, fyrir utan þær þúsundir óbreyttra borgara sem hafa fallið vegna innrásarinnar. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Sergey Fadeichev Shoigu sagði einnig að innrásin hafi sömuleiðis sýnt fram á fagmennsku yfirmanna í hernum og vilja almennra hermanna til að ná markmiðum þeirra við mjög svo erfiðar aðstæður. Vilja fjölga hermönnum um helming Breyta á aldursbili þeirra sem kvaddir eru í herinn úr 18 til 27 í 21 til 30. Þá á að fjölga hermönnum úr um milljón í upphafi þessa árs í um eina og hálfa milljón en ekkert var sagt um hvenær ná ætti þessu markmiði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Pútín gaf í ágúst út skipun um að hermönnum yrði fjölgað í 1,15 milljón og í kjölfarið að skikka ætti þrjú hundruð þúsund menn til herþjónustu. Sá hópur er nú talinn meðal rússneskra hermanna. Samhliða þessu á að stofna nýjar herdeildir sem eiga að verða skipaðar nýjum hermönnum. Þessar herdeildir eiga meðal annars að hafa höfuðstöðvar nærri landamærum Rússlands og Finnlands, vegna væntanlegrar inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. Hafa reynt að fjölga hermönnum í nokkur ár Forsvarsmenn rússneska hersins hafa reynt að byggja upp blandaðan her atvinnuhermanna og hóps manna sem kallaðir eru til herskyldu tvisvar sinnum á ári og þjóna herskyldu ár í senn. Þessi hópur á að vera skipaður um 250 þúsund mönnum og mega þeir ekki taka þátt í bardögum utan landamæra Rússlands án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Atvinnuhermönnum hefur þó ekki fjölgað nóg farið fækkandi í Rússlandi á undanförnum árum, samkvæmt grein tveggja sérfræðinga um málefni rússneska hersins frá því í sumar. Shoigu sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í tæplega sjö hundruð þúsund en fyrir lok næsta árs ættu þeir að vera orðnir 521 þúsund talsins. Árið 2019 voru rússneskir atvinnuhermenn 394 þúsund talsins og 405 þúsund árið 2020, sem var síðasta þegar upplýsingar um fjölda þeirra voru opinberaðar. AP segir að þegar innrásin hófst í febrúar hafi um fjögur hundruð þúsund atvinnuhermenn verið í rússneska hernum. Frá því innrásin hófst hafa fregnir ítrekað borist af því að ungir menn sem hafi verið skikkaðir til herþjónustu hafi verið þvingaðir til að skrifa undir atvinnusamning.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Úkraínuforseti færir Bandaríkjaforseta áritaðan fána hermanna á vígstöðvunum Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Zelenskyy heiðrari hermenn á víglínunni í Bakhmut í gær og sagði þá verja alla Úkraínu fyrir dauða og eyðileggingu sem Rússar skildu alls staðar eftir sig. 21. desember 2022 19:20 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. 15. desember 2022 23:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Úkraínuforseti færir Bandaríkjaforseta áritaðan fána hermanna á vígstöðvunum Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Zelenskyy heiðrari hermenn á víglínunni í Bakhmut í gær og sagði þá verja alla Úkraínu fyrir dauða og eyðileggingu sem Rússar skildu alls staðar eftir sig. 21. desember 2022 19:20
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49
Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31
Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. 15. desember 2022 23:05