Jólaös og umferðartafir Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 21. desember 2022 12:00 „Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
„Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar