Jólaös og umferðartafir Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 21. desember 2022 12:00 „Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
„Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun