Risatekjur af Thule-herstöðinni færast til grænlensks fyrirtækis Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2022 21:33 Thule-herstöðin að sumri. Myndin er tekin í júní 2021 þegar þar stóð yfir sameiginleg heræfing bandaríska og kanadíska flughersins. Royal Canadian Air Force/Dominic Duchesne-Beaulieu Gríðarlegar tekjur af Thule-herstöðinni á Grænlandi færast á ný í hendur grænlensks fyrirtækis með verktaka- og þjónustusamningi við bandaríska flugherinn. Samningurinn var kynntur um helgina og hljóðar upp á nærri fimmtíu milljarða íslenskra króna á ári. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Thule, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku, en þetta er sú herstöð Bandaríkjamanna sem næst er norðurheimskautinu. Hún var reist á upphafsárum kalda stríðsins og ætluð sem miðstöð sprengjuflugvéla til kjarnorkuárása á Sovétríkin jafnframt því að verjast slíkum árásum þaðan. Séð yfir Thule-herstöðina. Flugvöllurinn er til vinstri en höfnin til hægri.U.S. Air Force/Tiffany DeNault Dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður miklar tekjur af margvíslegum verkefnum í Thule-stöðinni en árið 2014 ákváðu Bandaríkjamenn einhliða að fela bandarískum verktökum að annast þau. Þetta olli hörðum mótmælum Grænlendinga en fyrir tveimur árum tókst þeim að knýja fram í viðræðum við Bandaríkjamenn að þjónustusamningar skyldu aftur færast í hendur grænlenskra fyrirtækja. Það hefur núna raungerst með samningi sem bandaríski flugherinn hefur gert við grænlenska fyrirtækið Inuksuk. Samningurinn nær til 12 ára og hljóðar upp 3,95 milljarða dollara, eða sem nemur 570 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu, um 47 milljörðum króna á ári. Snjóhreinsun flugbrautar og flughlaða er meðal verkefna sem grænlenska fyrirtækið mun annast.United States Space Force/Kevyn Allen Samningurinn felur í sér að grænlenska fyrirtækið tekur að sér viðhald og rekstur flugvallarmannvirkja, mannvirkjagerð, hafnarþjónustu, rekstur mötuneyta, heilbrigðisþjónustu, birgða- og eldsneytisflutninga, rekstur fjarskipta, annarra en hernaðarlegra, samfélags- og afþreyingarþjónustu og fleira. Samkvæmt tilkynningu bandaríska sendiráðsins í Danmörku er gert ráð fyrir að Inuksuk taki við fyrstu verkefnunum snemma árs 2023 og verði síðan komið með þau að fullu þann 1. október 2023. Grænlenska fyrirtækið mun annast jarðvinnu, sem og aðrar framkvæmdir og viðhald í herstöðinni.US Air Force/Shellby Matullo Það má þó setja spurningarmerki við hvort verkefnin séu í raun að færast í hendur Grænlendinga því þótt fyrirtækið Inuksuk sé á grænlenskri kennitölu eru raunverulegir eigendur þess danskir og bandarískir, annars vegar danski verktakinn Per Aarsleff, með 51 prósent, í gegnum dótturfélag sitt, Permagreen, og bandaríska félagið Vectrus, með 49 prósent, en það annaðist áður þjónustuna í Thule. Bæði grænlenskir og danskir ráðamenn hafa engu að síður fagnað samningnum, segja hann tryggja störf fyrir Grænlendinga, og utanríkisráðherra Grænlands, Vivian Motzfeldt, segir hann fela í sér miklar tekjur fyrir landið enda sé fyrirtækið að öllu leyti skattskylt á Grænlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Danmörk Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. 7. maí 2022 07:59 Hóta að segja sig frá Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Vittus Qujaukitsoq, segir grænlensku landstjórnina óánægða með að dönsk stjórnvöld skuli hunsa óskir Grænlendinga um meiri sjálfsákvörðunarrétt. 14. desember 2016 07:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Thule, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku, en þetta er sú herstöð Bandaríkjamanna sem næst er norðurheimskautinu. Hún var reist á upphafsárum kalda stríðsins og ætluð sem miðstöð sprengjuflugvéla til kjarnorkuárása á Sovétríkin jafnframt því að verjast slíkum árásum þaðan. Séð yfir Thule-herstöðina. Flugvöllurinn er til vinstri en höfnin til hægri.U.S. Air Force/Tiffany DeNault Dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður miklar tekjur af margvíslegum verkefnum í Thule-stöðinni en árið 2014 ákváðu Bandaríkjamenn einhliða að fela bandarískum verktökum að annast þau. Þetta olli hörðum mótmælum Grænlendinga en fyrir tveimur árum tókst þeim að knýja fram í viðræðum við Bandaríkjamenn að þjónustusamningar skyldu aftur færast í hendur grænlenskra fyrirtækja. Það hefur núna raungerst með samningi sem bandaríski flugherinn hefur gert við grænlenska fyrirtækið Inuksuk. Samningurinn nær til 12 ára og hljóðar upp 3,95 milljarða dollara, eða sem nemur 570 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu, um 47 milljörðum króna á ári. Snjóhreinsun flugbrautar og flughlaða er meðal verkefna sem grænlenska fyrirtækið mun annast.United States Space Force/Kevyn Allen Samningurinn felur í sér að grænlenska fyrirtækið tekur að sér viðhald og rekstur flugvallarmannvirkja, mannvirkjagerð, hafnarþjónustu, rekstur mötuneyta, heilbrigðisþjónustu, birgða- og eldsneytisflutninga, rekstur fjarskipta, annarra en hernaðarlegra, samfélags- og afþreyingarþjónustu og fleira. Samkvæmt tilkynningu bandaríska sendiráðsins í Danmörku er gert ráð fyrir að Inuksuk taki við fyrstu verkefnunum snemma árs 2023 og verði síðan komið með þau að fullu þann 1. október 2023. Grænlenska fyrirtækið mun annast jarðvinnu, sem og aðrar framkvæmdir og viðhald í herstöðinni.US Air Force/Shellby Matullo Það má þó setja spurningarmerki við hvort verkefnin séu í raun að færast í hendur Grænlendinga því þótt fyrirtækið Inuksuk sé á grænlenskri kennitölu eru raunverulegir eigendur þess danskir og bandarískir, annars vegar danski verktakinn Per Aarsleff, með 51 prósent, í gegnum dótturfélag sitt, Permagreen, og bandaríska félagið Vectrus, með 49 prósent, en það annaðist áður þjónustuna í Thule. Bæði grænlenskir og danskir ráðamenn hafa engu að síður fagnað samningnum, segja hann tryggja störf fyrir Grænlendinga, og utanríkisráðherra Grænlands, Vivian Motzfeldt, segir hann fela í sér miklar tekjur fyrir landið enda sé fyrirtækið að öllu leyti skattskylt á Grænlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Danmörk Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19 Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08 Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. 7. maí 2022 07:59 Hóta að segja sig frá Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Vittus Qujaukitsoq, segir grænlensku landstjórnina óánægða með að dönsk stjórnvöld skuli hunsa óskir Grænlendinga um meiri sjálfsákvörðunarrétt. 14. desember 2016 07:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. 28. október 2020 23:19
Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku. 2. október 2022 11:08
Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. 7. maí 2022 07:59
Hóta að segja sig frá Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Vittus Qujaukitsoq, segir grænlensku landstjórnina óánægða með að dönsk stjórnvöld skuli hunsa óskir Grænlendinga um meiri sjálfsákvörðunarrétt. 14. desember 2016 07:15