Þegar vélstjórar ruglast á húmor og hótfyndni Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. desember 2022 13:00 Húmoristar þurfa að vera glúrnir og búa yfir góðu skopskyni. Án þessa, verða menn ekki sannir húmoristar. Þeir, sem aðeins búa yfir hótfyndni, eru í öðrum hópi. Ég skrifaði blaðagreinar, bæði hér og í öðrum miðlum, þar sem ég fjallaði um eftirfarandi staðreyndir: Elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg í Noregi, með sundurskotið trýni, og spýttist blóð út báðum megin, þegar dýrið andaði. Þetta var í fréttum þar, líka það, að prófessor í líferni villtra dýra þar, og veiðum þeirra, teldi, að 1.200 elgir væru skotnir, með svipumðum hætti, særðir og limlestir, árlega í Noregi. Sumarið 2018 voru 33 þeirra hreindýra, sem þá voru felld, með gömul skotsár, sem sýndi auðvitað, að þessi dýr höfðu komizt undan veiðimönnum, sennilega 2017, særð og limlest, en tórað. Eru þau dýr þá ótalin, sem komizt hafa undan veiðimönnum, særð og limlest, en hafa svo drepist í kvalræði og hörmungum næstu daga eða vikur. Þetta sagði umsjónarmaður hreindýra mér. Umhverfisráðherra leyfir dráp á hreinkúm frá 1. ágúst ár hvert. Yngstu kálfar væru þá rétt 7-8 vikna, og hafa þá enn ekki fullkomna burði til að standa á eigin fótum og komast, upp á sitt eindæmi, í gegnum veturinn, enda hefðu 600 kálfar farizt veturinn 2018-2019 skv. skýrslu Náttúrufræðistofu Austurlands. Fagráð um velferð dýra, sem er ætlað með lögum að leiðbeina stjórnvöldum og ráðherra í dýravelferðarmálum, hafi í janúar 2020 beint þeim eindregnu tilmælum til Umhverfsstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki felldar frá kálfum, meðan að þær væru mylkar. Þetta hefði þýtt, að ekki hefði mátt byrja að fella hreinkýr fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru 20 vikna. Þetta hef ég beint frá Umhverfisstofnun, sem því miður virti þessi tilmæli að vettugi, svo og umhverfisráðherra. Fram til 2010, voru kálfar felldir með hreinkúm, því stjórnvöld vissu vel, að 7-8 vikna kálfar, jafnvel eldri, hefðu enga burði til að bjargast einir. Þessu varð þó að hætta, vegna þess, að gráðugir og tillitslausir veiðimenn skutu einfaldlega stærsta kálfinn í hjörðinni, til að fá sem mest kjöt, og juku þannig ringureið, glundroða og vanlíðan meðal dýranna. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Matvælastofnun. Í blaðfrétt 21. október sl. var skýrt frá því, að Umhverfisstofnun hefði veitt leyfi til dráps á 170 hreindýrum á veiðisvæði 2, en aðeins hafi tekizt að ná 64 dýrum. Þetta sýndi auðvitað, að stjórnun hreindýraveiða, hjá Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnun, væri í alvarlegum ólestri. Í einni greininni, þar sem ég fjallaði um þessar ógæfulegu staðreyndir og það hörmulega líf, sem á margt dýrið er lagt, notaðu ég fyrirsögnina „Píslarganga saklausra og varnarlausra dýra“. Árni nokkur Árnason, vélstjóri, sem gaf sig í fyrstu út sem mikinn fagmenn og sértfræðing um veiðar villtra dýra, svarar þeirri grein 25. nóvember í Morgunblaðinu, og bar grein hans fyrirsögnina „Dramadrottning fer hamförum“. Hann hnýtir því svo við, að ég geysist fram á ritvöllinn með „tárvotar fabúleringar“. Þeir, sem illa eru að sér og lítið vita um málefnið, reyna stundum að slá sig til riddara með orðskrúði og hótfyndni. Vélstjórinn gat þó ekki sýnt fram á, að ég færi með rangt mál í neinu, og féll „drama“ því illa að minni umfjöllun. Hvað varðar „tárvotar fabúleringar“, þá geta þeir, sem gráta - menn jafnt sem dýr, já, dýr geta líka grátið - verið tárvotir, en „fabúlering“, sem þýðir „uppspuni“, getur auðvitað ekki verið tárvotur. Vélstjórinn rembist við að nota orðfæri, sem hann telur snjallt og fyndið, en ræður lítið við, og verður, fyrir bragðið, fremur hótfyndni en eitthvað marktækt. Vélstjórinn segir svo í sömu grein, eftir að hafa gert lítið úr minni umfjöllun, sem þó byggir öll á staðreyndum: „Ætli reynsla þeirra sem farið hafa þúsundir kílómetra um veiðislóðirnar sé ekki marktækari“. Þetta verður auðvitað að skilja svo, að vélstjórinn sjálfur hafi farið þessar þúsundir kílómetra um veiðislóðir, alla vega tekið þar þátt, og viti hann miklu meira um þessi mál, en undirritaður, af eigin raun. Í framhaldinu leyfir hann sér svo að segja: „...sýnir hún hugaróra og ekki síður yfirgripsmikla vanþekkingu Oles“, væntanlega samanborðið við hina miklu þekkingu og reynslu vélstjórans. En, þessi Árni Árnason er lítt útreikanlegur eða skiljanlegur, því hann skrifar svo aftur blaðagrein 9. desember, þar sem hann segir: „...enda á ég hvorki byssu né byssuleyfi og hef ekki veitt eitt einasta hreindýr“. Vélstjórinn var sem sagt gasprandi um veiðimál, án þess að hafa nokkuð komið að slíku sjálfur. Reynslulaus og þekkingarlaus leigupenni fyrir einhverja veiðimenn, sem ekki treystu sér til að koma fram. Ekki hátt ris á því. Ekki verður frá þessari umræðu horfið, án þess að fjalla um eftirfarandi ummæli Árna Árnasonar, sem lítið veit um villt dýr og veiðar, nema hvað hann hefur, að eigin sögn, stundum stundað sjóstangaveiðar: „...það yrði nú áfall ef gefin yrðu út sakavottorð fyrir þorsk og loðnu, og allir vita jú að bæði sauðfé og nautgripir eru bullandi sek...“. Þetta kallar hann svo sinn góða húmor. Sú endaleysa, sem í þessum ummælum felst, er fyrir undirrituðum ekki húmor, heldur í skásta falli hótfyndni. Vélstjórinn klykkir svo út með þessu: „Mannskepnan er rándýr...“. Sem betur fer eru ekki allir menn eins, en vélstjórinn þekkir greinilega sitt heimafólk og sjálfan sig með. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Húmoristar þurfa að vera glúrnir og búa yfir góðu skopskyni. Án þessa, verða menn ekki sannir húmoristar. Þeir, sem aðeins búa yfir hótfyndni, eru í öðrum hópi. Ég skrifaði blaðagreinar, bæði hér og í öðrum miðlum, þar sem ég fjallaði um eftirfarandi staðreyndir: Elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg í Noregi, með sundurskotið trýni, og spýttist blóð út báðum megin, þegar dýrið andaði. Þetta var í fréttum þar, líka það, að prófessor í líferni villtra dýra þar, og veiðum þeirra, teldi, að 1.200 elgir væru skotnir, með svipumðum hætti, særðir og limlestir, árlega í Noregi. Sumarið 2018 voru 33 þeirra hreindýra, sem þá voru felld, með gömul skotsár, sem sýndi auðvitað, að þessi dýr höfðu komizt undan veiðimönnum, sennilega 2017, særð og limlest, en tórað. Eru þau dýr þá ótalin, sem komizt hafa undan veiðimönnum, særð og limlest, en hafa svo drepist í kvalræði og hörmungum næstu daga eða vikur. Þetta sagði umsjónarmaður hreindýra mér. Umhverfisráðherra leyfir dráp á hreinkúm frá 1. ágúst ár hvert. Yngstu kálfar væru þá rétt 7-8 vikna, og hafa þá enn ekki fullkomna burði til að standa á eigin fótum og komast, upp á sitt eindæmi, í gegnum veturinn, enda hefðu 600 kálfar farizt veturinn 2018-2019 skv. skýrslu Náttúrufræðistofu Austurlands. Fagráð um velferð dýra, sem er ætlað með lögum að leiðbeina stjórnvöldum og ráðherra í dýravelferðarmálum, hafi í janúar 2020 beint þeim eindregnu tilmælum til Umhverfsstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki felldar frá kálfum, meðan að þær væru mylkar. Þetta hefði þýtt, að ekki hefði mátt byrja að fella hreinkýr fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru 20 vikna. Þetta hef ég beint frá Umhverfisstofnun, sem því miður virti þessi tilmæli að vettugi, svo og umhverfisráðherra. Fram til 2010, voru kálfar felldir með hreinkúm, því stjórnvöld vissu vel, að 7-8 vikna kálfar, jafnvel eldri, hefðu enga burði til að bjargast einir. Þessu varð þó að hætta, vegna þess, að gráðugir og tillitslausir veiðimenn skutu einfaldlega stærsta kálfinn í hjörðinni, til að fá sem mest kjöt, og juku þannig ringureið, glundroða og vanlíðan meðal dýranna. Þessar upplýsingar fékk ég hjá Matvælastofnun. Í blaðfrétt 21. október sl. var skýrt frá því, að Umhverfisstofnun hefði veitt leyfi til dráps á 170 hreindýrum á veiðisvæði 2, en aðeins hafi tekizt að ná 64 dýrum. Þetta sýndi auðvitað, að stjórnun hreindýraveiða, hjá Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnun, væri í alvarlegum ólestri. Í einni greininni, þar sem ég fjallaði um þessar ógæfulegu staðreyndir og það hörmulega líf, sem á margt dýrið er lagt, notaðu ég fyrirsögnina „Píslarganga saklausra og varnarlausra dýra“. Árni nokkur Árnason, vélstjóri, sem gaf sig í fyrstu út sem mikinn fagmenn og sértfræðing um veiðar villtra dýra, svarar þeirri grein 25. nóvember í Morgunblaðinu, og bar grein hans fyrirsögnina „Dramadrottning fer hamförum“. Hann hnýtir því svo við, að ég geysist fram á ritvöllinn með „tárvotar fabúleringar“. Þeir, sem illa eru að sér og lítið vita um málefnið, reyna stundum að slá sig til riddara með orðskrúði og hótfyndni. Vélstjórinn gat þó ekki sýnt fram á, að ég færi með rangt mál í neinu, og féll „drama“ því illa að minni umfjöllun. Hvað varðar „tárvotar fabúleringar“, þá geta þeir, sem gráta - menn jafnt sem dýr, já, dýr geta líka grátið - verið tárvotir, en „fabúlering“, sem þýðir „uppspuni“, getur auðvitað ekki verið tárvotur. Vélstjórinn rembist við að nota orðfæri, sem hann telur snjallt og fyndið, en ræður lítið við, og verður, fyrir bragðið, fremur hótfyndni en eitthvað marktækt. Vélstjórinn segir svo í sömu grein, eftir að hafa gert lítið úr minni umfjöllun, sem þó byggir öll á staðreyndum: „Ætli reynsla þeirra sem farið hafa þúsundir kílómetra um veiðislóðirnar sé ekki marktækari“. Þetta verður auðvitað að skilja svo, að vélstjórinn sjálfur hafi farið þessar þúsundir kílómetra um veiðislóðir, alla vega tekið þar þátt, og viti hann miklu meira um þessi mál, en undirritaður, af eigin raun. Í framhaldinu leyfir hann sér svo að segja: „...sýnir hún hugaróra og ekki síður yfirgripsmikla vanþekkingu Oles“, væntanlega samanborðið við hina miklu þekkingu og reynslu vélstjórans. En, þessi Árni Árnason er lítt útreikanlegur eða skiljanlegur, því hann skrifar svo aftur blaðagrein 9. desember, þar sem hann segir: „...enda á ég hvorki byssu né byssuleyfi og hef ekki veitt eitt einasta hreindýr“. Vélstjórinn var sem sagt gasprandi um veiðimál, án þess að hafa nokkuð komið að slíku sjálfur. Reynslulaus og þekkingarlaus leigupenni fyrir einhverja veiðimenn, sem ekki treystu sér til að koma fram. Ekki hátt ris á því. Ekki verður frá þessari umræðu horfið, án þess að fjalla um eftirfarandi ummæli Árna Árnasonar, sem lítið veit um villt dýr og veiðar, nema hvað hann hefur, að eigin sögn, stundum stundað sjóstangaveiðar: „...það yrði nú áfall ef gefin yrðu út sakavottorð fyrir þorsk og loðnu, og allir vita jú að bæði sauðfé og nautgripir eru bullandi sek...“. Þetta kallar hann svo sinn góða húmor. Sú endaleysa, sem í þessum ummælum felst, er fyrir undirrituðum ekki húmor, heldur í skásta falli hótfyndni. Vélstjórinn klykkir svo út með þessu: „Mannskepnan er rándýr...“. Sem betur fer eru ekki allir menn eins, en vélstjórinn þekkir greinilega sitt heimafólk og sjálfan sig með. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar