„Þetta er auðvelt sport“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 16. desember 2022 21:31 Ólafur Ólafsson hitti ekkert nema net í kvöld. Vísir/Bára „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Óli var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Ólafur byrjaði fimm af fimm í þriggja stiga skotum í leiknum. „Ég er búinn að vera agalegur í síðustu fjórum-fimm leikjum, 1 af 36 eða eitthvað, ég ákvað að tæma hugann og skjóta fyrsta skotinu sem ég fékk. Það fór ofan í, ég hélt áfram að skjóta, fékk sjálfstraustið og þegar maður hittir þá heldur maður áfram að skjóta. Þetta er auðvelt sport.“ „Ég átti þetta klárlega inni, þetta var komið aðeins inn á sálina en ég náði einhvern veginn að rétta úr kútnum núna og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.“ Ólafur segir að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Ég hefði viljað klára þetta í venjulegum leiktíma, en alltaf gaman að fá eitthvað extra fyrir fólkið sem borgar fyrir að koma inn.“ Hann skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni og kom Grindavík í þokkalega þægilega stöðu, þremur stigum yfir fyrir lokasókn Hauka. „Ég var búinn að klikka á einhverjum þremur vítum, varð að setja þetta ofan í og gerði það sem betur fer.“ „Þetta var nauðsynlegur sigur og klárlega gleðilegri jól eftir þennan sigur. Við njótum kannski aðeins í kvöld en svo er það undirbúningur fyrir næsta leik sem er 30. des,“ sagði Ólafur að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu í framlengdum leik Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. 16. desember 2022 20:15 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Óli var maður leiksins, skoraði 32 stig og hitti úr átta af tólf þriggja stiga skotum sínum. Ofan á það tók hann níu fráköst, fiskaði sex villur og stal boltanum fjórum sinnum. Ólafur byrjaði fimm af fimm í þriggja stiga skotum í leiknum. „Ég er búinn að vera agalegur í síðustu fjórum-fimm leikjum, 1 af 36 eða eitthvað, ég ákvað að tæma hugann og skjóta fyrsta skotinu sem ég fékk. Það fór ofan í, ég hélt áfram að skjóta, fékk sjálfstraustið og þegar maður hittir þá heldur maður áfram að skjóta. Þetta er auðvelt sport.“ „Ég átti þetta klárlega inni, þetta var komið aðeins inn á sálina en ég náði einhvern veginn að rétta úr kútnum núna og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal.“ Ólafur segir að vörnin hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. „Ég hefði viljað klára þetta í venjulegum leiktíma, en alltaf gaman að fá eitthvað extra fyrir fólkið sem borgar fyrir að koma inn.“ Hann skoraði síðustu tvö stig leiksins af vítalínunni og kom Grindavík í þokkalega þægilega stöðu, þremur stigum yfir fyrir lokasókn Hauka. „Ég var búinn að klikka á einhverjum þremur vítum, varð að setja þetta ofan í og gerði það sem betur fer.“ „Þetta var nauðsynlegur sigur og klárlega gleðilegri jól eftir þennan sigur. Við njótum kannski aðeins í kvöld en svo er það undirbúningur fyrir næsta leik sem er 30. des,“ sagði Ólafur að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu í framlengdum leik Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. 16. desember 2022 20:15 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Grindavík 78-81 | Grindvíkingar unnu í framlengdum leik Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. 16. desember 2022 20:15