Aðventuflóra Starri Heiðmarsson skrifar 16. desember 2022 07:30 Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Íslensk tunga Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla sprettur fram sérstök flóra á heimilum landsmanna sem kalla mætti aðventuflóru. Öll er hún aðflutt enda býður húsnæði okkar ekki upp á búsvæði þar sem sjálfsprottin flóra fær þrifist (nema við þær óæskilegu kringumstæður þegar raki býður myglusveppum aðstæður til vaxtar, reyndar er þar um fungu að ræða sbr. fyrri grein). Aðventuflóran samanstendur af ýmsum æðplöntum sem venju samkvæmt prýða heimili á þessum dimmasta tíma ársins. Nefna má goðalilju (Hyacinthus orientalis), jólastjörnu (Euphorbia pulcherrima) að ónefndum hópnum sem sameiginlega er nefndur ”jólatré” og samanstendur af ýmsum tegundum barrtrjáa. Allar eiga umræddar plöntutegundir það sameiginlegt að tilheyra plönturíkinu og því eðlilegt að vísa til þeirra sem flóru. Flóra var blómagyðja Rómverja til forna og er hugtakið notað til að vísa til plantna á ákveðnu svæði eða ákveðnu jarðsögutímabili. Sömuleiðis vísar flóra til bóka sem fjalla um plöntur og lýsa þeim. Flóra vísar hins vegar ekki sérstaklega til fjölbreytni þótt vissulega geti flóra ákveðinna svæða eða tegundahópa verið fjölskrúðug. Sá misskilningur virðist til staðar hjá mörgum að hugtakið flóra vísi til fjölbreytni og hugtakið notað sem lýsingarorð. Þannig hef ég tekið eftir „bókaflóru“, „veitingahúsaflóru“ (gæti hugsanlega átt við um veitingastaði sem bjóða jurtafæði) og jafnvel „mannflóru“ sem lýsir fullkomnu skilningsleysi á merkingu hugtaksins enda tilheyrum við menn (Homo sapiens) dýraríkinu og því réttara að vísa til okkar sem fánu. Gætum að tungutaki okkar og misbeitum ekki vel þekktum hugtökum svo rétt merking þeirra týnist. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar