Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 23:40 Daníel Orri segir að leigubílarnir myndi óslitinn hring í kringum Dómkirkjuna og utan við Alþingishúsið. Aðsend Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. Frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur er ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Þar er meðal annars mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lýsti því yfir í fyrra að reglur um leigubílaleyfi hér á landi væru ekki í samræmi við EES-samninginn. Núverandi löggjöf gerði nýjum rekstraraðilum erfitt eða ómögulegt að komast inn á markaðinn. Hagsmunasamtök leigubílsstjóra eru alfarið á móti breytingunum. Í umsögnum þeirra um frumvarpið var því meðal annars haldið fram að það kynti undir ofbeldi gegn leigubílstjórum. Þegar önnur umræða um frumvarpið hófst í kvöld dreif að hóp leigubílstjóra sem hóf að aka bílum sínum í kringum Dómkirkjuna fram hjá Alþingishúsinu. Að sögn Daníels Orra Einarssonar, formanns Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra, eru um tuttugu til þrjátíu bílar í hópnum. Lögregla hafi bannað leigubílstjórunum að flauta vegna hávaða sem það skapaði. Daníel Orri segir að verið sé að brenna bestu lagaumgjörð um starfsemi leigubíla í heiminum á sama tíma og stjórnvöld geti ekki spornað við ólöglegum, svörtum akstri svokallaðra skutlara sem dreifi jafnframt áfengi og fíkniefnum. Leigubílar Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04 Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. 7. júní 2022 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur er ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Þar er meðal annars mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lýsti því yfir í fyrra að reglur um leigubílaleyfi hér á landi væru ekki í samræmi við EES-samninginn. Núverandi löggjöf gerði nýjum rekstraraðilum erfitt eða ómögulegt að komast inn á markaðinn. Hagsmunasamtök leigubílsstjóra eru alfarið á móti breytingunum. Í umsögnum þeirra um frumvarpið var því meðal annars haldið fram að það kynti undir ofbeldi gegn leigubílstjórum. Þegar önnur umræða um frumvarpið hófst í kvöld dreif að hóp leigubílstjóra sem hóf að aka bílum sínum í kringum Dómkirkjuna fram hjá Alþingishúsinu. Að sögn Daníels Orra Einarssonar, formanns Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra, eru um tuttugu til þrjátíu bílar í hópnum. Lögregla hafi bannað leigubílstjórunum að flauta vegna hávaða sem það skapaði. Daníel Orri segir að verið sé að brenna bestu lagaumgjörð um starfsemi leigubíla í heiminum á sama tíma og stjórnvöld geti ekki spornað við ólöglegum, svörtum akstri svokallaðra skutlara sem dreifi jafnframt áfengi og fíkniefnum.
Leigubílar Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04 Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. 7. júní 2022 12:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
SUS-arar skutla djömmurum frítt og kalla eftir breytingum Meðlimir Sambands ungra Sjálfstæðismanna ætla að keyra fólki í miðbænum ókeypis um í kvöld. Markmiðið er að varpa ljósi á það sem þau kalla fordæmalaust ástand á leigubílamarkaði hér á landi. 11. júní 2022 15:04
Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. 7. júní 2022 12:00