Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 18:33 Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Þolendum kynferðisofbeldi verður boðið upp á sálfræðistuðning eftir skýrslutöku með verkefni dóms- og heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira