„Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. desember 2022 09:04 Karim Ilya verður meðal þeirra sem halda umhverfis tunglið á næsta ári. Vísir/Egill Japanskur milljarðamæringur, tónlistarmaður og leikari verður fyrsti almenni borgarinn sem fer á braut um tunglið. Hann hefur valið átta manna áhöfn listamanna til að fara með sér í þetta vægast sagt óvenjulega ferðalag. Einn af þeim er bandarískur maður sem búsettur er á Íslandi. Árið 2018 bárust fréttir af því að japanski tískumógúllinn og milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa yrði fyrsti almenni borgarinn sem flygi með Space X, geimflaug í eigu Elon Musk, í kringum tunglið. Árið 2021 tilkynnti Maezava að hann hyggðist velja átta manna áhöfn listafólks til að fara með sér. Karim Ilya er í hópi listamannanna sem Maezawa valdi til að fara með sér í fyrirhugaða geimför. Karim, sem er ljósmyndari, á íslenska konu og hefur verið búsettur hér á landi í tæp tvö ár. Aðspurður hvernig þetta hafi komið til, rifjar Karim upp atvik þegar hann sat upp í tré með vinkonu sinni fyrir tíu árum. „Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu. Hún sendi mér slóð á þetta verkefni, Dear Moon. Ég skoðaði það, og sótti um. Eftir langt umsóknarferli, viðtöl og fundi komst ég að því að ég hafði verið valinn til að vera partur af áhöfninni.“ Yusaku Maezawa hefur valið átta manna áhöfn og tvo varamenn til að fara með sér í óvenjulegt ferðalag.DearMoon Karim hefur ferðast og myndað út um allan heim og í öllum mögulegum kringumstæðum. Þessi ferð verður þó ólík öllum öðrum, en hvernig skyldi maður undirbúa sig fyrir slíkt ferðalag? „Ég hef verið að reyna ná meiri tengslum við sjálfan mig; með hugleiðslu og æfingum. Ég hef myndað neðansjávar, á köldum stöðum og í eyðimörkum, en að mynda í þyngdarleysi í geymnum er eitthvað sem ég er ekki viss um að raunverulega sé hægt að undirbúa sig fyrir.“ Áætlað er að hópurinn haldi í ferðina á næsta ári. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin frá árinu 1972, en aðeins hafa 24 manneskjur, allar frá Bandaríkjunum, farið til tunglins. Þar af hafa 12 þeirra lent á yfirborði tungslins. Karim er að sögn ákaflega spenntur fyrir þessu mikla ævintýri en viðurkennir þó, eðlilega, að það örli líka á kvíða. „Já, ég er svolítið kvíðinn en á sama tíma er ég oft í aðstæðum þar sem ég velti fyrir mér hvort þetta sé mitt síðasta. Ég ljósmynda reglulega neðansjávar með stórum sverðfiskum, mynda eldfjöll og svo framvegis. Lífið býður upp á margskonar hættur, bara það að ganga í gegnum stórborg getur verið lífshættulegt. Ég treysti vísindamönnunum og vélfræðingunum sem vinna að því að gera þessa ferð örugga og veit að það verður ekki farið af stað fyrr en það er pottþétt.“ Karim hefur tekið margar einstakar ljósmyndir sem hægt er að skoða á heimasíðu hans: https://karimiliya.com/Karim Iliya Karim hefur alltaf verið heillaður af tunglinu. „Allir hafa séð tunglið og ábyggilega á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér. Það hefur svo mikil áhrif, ekki bara á líf okkar heldur alls á jörðinni. Það er svo heillandi. Mig hefur oft dreymt um að heimsækja himingeiminn og aðrar plánetur. Að fá þetta tækifæri til að fara í þessa ferð og sjá jörðina okkar sem heild, frá geimnum, að sjá heildarmyndina; ég vona að það gefi mér möguleika á því að tengja saman punktana og átta mig á því hvernig við tengjumst þessum veruleika. Hægt er að fylgjast með Karim á Instagram hér. Heimasíðu hans má finna hér. Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns "lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X til tunglið. 30. janúar 2020 08:55 Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Árið 2018 bárust fréttir af því að japanski tískumógúllinn og milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa yrði fyrsti almenni borgarinn sem flygi með Space X, geimflaug í eigu Elon Musk, í kringum tunglið. Árið 2021 tilkynnti Maezava að hann hyggðist velja átta manna áhöfn listafólks til að fara með sér. Karim Ilya er í hópi listamannanna sem Maezawa valdi til að fara með sér í fyrirhugaða geimför. Karim, sem er ljósmyndari, á íslenska konu og hefur verið búsettur hér á landi í tæp tvö ár. Aðspurður hvernig þetta hafi komið til, rifjar Karim upp atvik þegar hann sat upp í tré með vinkonu sinni fyrir tíu árum. „Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu. Hún sendi mér slóð á þetta verkefni, Dear Moon. Ég skoðaði það, og sótti um. Eftir langt umsóknarferli, viðtöl og fundi komst ég að því að ég hafði verið valinn til að vera partur af áhöfninni.“ Yusaku Maezawa hefur valið átta manna áhöfn og tvo varamenn til að fara með sér í óvenjulegt ferðalag.DearMoon Karim hefur ferðast og myndað út um allan heim og í öllum mögulegum kringumstæðum. Þessi ferð verður þó ólík öllum öðrum, en hvernig skyldi maður undirbúa sig fyrir slíkt ferðalag? „Ég hef verið að reyna ná meiri tengslum við sjálfan mig; með hugleiðslu og æfingum. Ég hef myndað neðansjávar, á köldum stöðum og í eyðimörkum, en að mynda í þyngdarleysi í geymnum er eitthvað sem ég er ekki viss um að raunverulega sé hægt að undirbúa sig fyrir.“ Áætlað er að hópurinn haldi í ferðina á næsta ári. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin frá árinu 1972, en aðeins hafa 24 manneskjur, allar frá Bandaríkjunum, farið til tunglins. Þar af hafa 12 þeirra lent á yfirborði tungslins. Karim er að sögn ákaflega spenntur fyrir þessu mikla ævintýri en viðurkennir þó, eðlilega, að það örli líka á kvíða. „Já, ég er svolítið kvíðinn en á sama tíma er ég oft í aðstæðum þar sem ég velti fyrir mér hvort þetta sé mitt síðasta. Ég ljósmynda reglulega neðansjávar með stórum sverðfiskum, mynda eldfjöll og svo framvegis. Lífið býður upp á margskonar hættur, bara það að ganga í gegnum stórborg getur verið lífshættulegt. Ég treysti vísindamönnunum og vélfræðingunum sem vinna að því að gera þessa ferð örugga og veit að það verður ekki farið af stað fyrr en það er pottþétt.“ Karim hefur tekið margar einstakar ljósmyndir sem hægt er að skoða á heimasíðu hans: https://karimiliya.com/Karim Iliya Karim hefur alltaf verið heillaður af tunglinu. „Allir hafa séð tunglið og ábyggilega á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér. Það hefur svo mikil áhrif, ekki bara á líf okkar heldur alls á jörðinni. Það er svo heillandi. Mig hefur oft dreymt um að heimsækja himingeiminn og aðrar plánetur. Að fá þetta tækifæri til að fara í þessa ferð og sjá jörðina okkar sem heild, frá geimnum, að sjá heildarmyndina; ég vona að það gefi mér möguleika á því að tengja saman punktana og átta mig á því hvernig við tengjumst þessum veruleika. Hægt er að fylgjast með Karim á Instagram hér. Heimasíðu hans má finna hér.
Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns "lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X til tunglið. 30. janúar 2020 08:55 Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns "lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X til tunglið. 30. janúar 2020 08:55
Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39