Hvaða treyja fer í jólapakkann? | Allt að 60 prósenta munur á milli félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 08:00 Töluverður munur er á verði á treyjum Víkings og Breiðabliks. Samsett/Víkingur/Breiðablik Tæplega 64 prósenta munur getur verið á kostnaði við að kaupa knattspyrnutreyju íslensks félagsliðs í jólapakkann í ár. Hæsti munur milli treyja hjá sama framleiðanda nemur allt að 27 prósentum. Treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. Breiðablik skipti nýverið úr Errea í Nike og treyjur liðsins eru á meðal þeirra ódýrari á landinu.Mynd/Breiðablik FH og KR eru einnig í Nike en treyjur þeirra eru dýrari. FH treyjur eru ekki á meðal þess sem selt er í veglegri vefverslun félagsins en þær eru fáanlegar í Músik og sport í Hafnarfirði. FH-treyjurnar kosta þar 8.490 krónur í fullorðinsstærðum en barnatreyjur kosta 6.990 krónur. Treyjur FH eru því tvö þúsund krónum dýrari en Nike-treyjur Blika og Eyjamanna í fullorðinsstærðum, um 30 prósent hærri í verði, en barnatreyja 1.500 krónum dýrari. KR selur sínar Nike-treyjur í verslun félagsins og kosta þær 1.500 krónum meira en treyjur Breiðabliks og ÍBV. Fullorðinstreyja kostar 7.990 krónur en barnatreyja er þúsund krónum ódýrari, kostar 6.990 krónur, líkt og barnatreyja FH. Yfirlit yfir verð á treyjum helstu fótboltaliða landsins má sjá í töflu neðst í greininni. Treyjur margra félaga á níu þúsund kall Fullorðinstreyja Víkings frá Macron kostar 14.990 krónur á heimasíðu framleiðandans en þar er um að ræða sérútgáfu (e. special edition). Sú er eina fullorðinstreyjan sem er til sölu á heimasíðu Macron, á meðal þeirra félaga sem eru til skoðunar. Barnatreyjur Víkings kosta 8.990 krónur. Puma-treyjur Stjörnunnar kosta 8.990 krónur, sem sama verð og hjá Errea og Macron (að hluta til).Vísir/Hulda Margrét Sú treyja Víkings, á 8.990 krónur, er á meðal þeirra sem eru dýrastar á landinu. Á sama verði eru barnatreyjur HK (einnig Macron), KA, Leiknis og Fram (öll Errea), ÍA, Fjölnis og Stjörnunnar (öll Puma) og Þróttar (Jako) en barnatreyjur Þróttara kosta 8.490 krónur. Fylkir og Valur eru í Macron, líkt og Víkingur og HK, en treyjur þeirra liða eru þúsund krónum ódýrari. Þær fást á 7.990 krónur. Afturelding og ÍR eru þá í Jako, líkt og Þróttur, en treyjur Mosfellinga og Breiðhyltinga eru 500 krónum ódýrari en í Laugardal – kosta 8.490 krónur (barnatreyjur 7.990 kr.). Meira en 60 prósenta munur Dýrustu treyjur landsins, sem kosta 8.990 krónur hjá ofantöldum liðum og framleiðendum, eru því 38,4 prósent dýrari en þær ódýrustu hjá Breiðabliki og ÍBV – í fullorðinsstærðum. Ef litið er til liðanna tveggja sem voru í toppbaráttunni í Bestu-deild karla, þarf að greiða 8.990 krónur fyrir barnatreyju Víkings en 5.495 krónur fyrir slíka hjá Breiðabliki. Það er munur upp á 63,6 prósent. Íslenska landsliðstreyjan sker sig úr sem dýrasta treyja landsins.Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið sker sig svo úr hvað verðlag varðar. Fullorðinstreyja kostar 14.990 krónur en barnatreyja 11.990 krónur. Landsliðstreyja kostar því rúmlega tvöfalt það sem ódýrustu treyjurnar, hjá Blikum og ÍBV, kosta – sama hvort litið er til fullorðins- eða barnastærða. Munurinn mestur hjá Nike Hjá Nike er langmesti munurinn á verði innan sama framleiðanda. 1.500 króna munurinn á barnatreyjum Blika og ÍBV annars vegar og KR og FH hins vegar, nemur 27,2 prósentum. Í Macron eru treyjur Vals og Fylkis þúsund krónum ódýrari (7.990 kr.) en hjá Víkingi og HK (8.990 kr.) sem er 12,5 prósenta munur. Hjá Jako eru treyjur Þróttar 500 krónum dýrari (8.990 kr.) en hjá ÍR og Aftureldingu sem telur prósentumun upp á 5,8 prósent. Puma og Errea selja þá bæði allar sínar treyjur, hjá félögunum sem eru til skoðunar, á 8.990 krónur. Taka ber fram að treyjur eiga til að vera seldar foreldrum iðkenda af félaginu án milliliðs, beint frá umboði, fyrir lægri fjárhæðir en eru listaðar í greininni. Gæði og hönnun búninga kann þá að vera mismunandi frá heildsölum og munur í verði getur ráðstafast af því. Verð á fótboltatreyjum valinna félaga á Íslandi Félag - Verð fullorðins / barna (Framleiðandi) - Verslun Afturelding – 8.490 kr. / 7.990 kr. (Jako) - Jakosport.is Breiðablik – 6.495 kr. / 5.495 kr. (Nike) - H-verslun FH – 8.490 kr. / 6.990 kr. (Nike) - Músik og sport Fjölnir – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is Fram – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Fylkir – 7.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is HK – 8.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is ÍA – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is ÍBV – 6.495 kr. / 5.495 kr. (Nike) - H-verslun ÍR – 8.490 kr. / 7.990 kr. (Jako) – Jakosport.is KA – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Keflavík – 4.000 kr.* (Nike) - Útsala Keflavíkurbúðin KR – 7.990 kr / 6.990 kr (Nike) - KR-búðin Leiknir R. – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Stjarnan – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is Valur – 7.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is Víkingur – 14.990 kr.** / 8.990 kr. (Macron)- Macron.is Þróttur – 8.990 / 8.490 kr. (Jako)- Jakosport.is Ísland – 14.990 kr. (Puma) - FyrirÍsland.is *Sértilboð og aðeins örfáar treyjur eftir. **Eina fullorðinstreyjan í boði hjá Macron á meðal félaganna að ofan. Sérútgáfa Víkingstreyjunnar. Neytendur Tíska og hönnun Besta deild karla Besta deild kvenna Jól Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. Breiðablik skipti nýverið úr Errea í Nike og treyjur liðsins eru á meðal þeirra ódýrari á landinu.Mynd/Breiðablik FH og KR eru einnig í Nike en treyjur þeirra eru dýrari. FH treyjur eru ekki á meðal þess sem selt er í veglegri vefverslun félagsins en þær eru fáanlegar í Músik og sport í Hafnarfirði. FH-treyjurnar kosta þar 8.490 krónur í fullorðinsstærðum en barnatreyjur kosta 6.990 krónur. Treyjur FH eru því tvö þúsund krónum dýrari en Nike-treyjur Blika og Eyjamanna í fullorðinsstærðum, um 30 prósent hærri í verði, en barnatreyja 1.500 krónum dýrari. KR selur sínar Nike-treyjur í verslun félagsins og kosta þær 1.500 krónum meira en treyjur Breiðabliks og ÍBV. Fullorðinstreyja kostar 7.990 krónur en barnatreyja er þúsund krónum ódýrari, kostar 6.990 krónur, líkt og barnatreyja FH. Yfirlit yfir verð á treyjum helstu fótboltaliða landsins má sjá í töflu neðst í greininni. Treyjur margra félaga á níu þúsund kall Fullorðinstreyja Víkings frá Macron kostar 14.990 krónur á heimasíðu framleiðandans en þar er um að ræða sérútgáfu (e. special edition). Sú er eina fullorðinstreyjan sem er til sölu á heimasíðu Macron, á meðal þeirra félaga sem eru til skoðunar. Barnatreyjur Víkings kosta 8.990 krónur. Puma-treyjur Stjörnunnar kosta 8.990 krónur, sem sama verð og hjá Errea og Macron (að hluta til).Vísir/Hulda Margrét Sú treyja Víkings, á 8.990 krónur, er á meðal þeirra sem eru dýrastar á landinu. Á sama verði eru barnatreyjur HK (einnig Macron), KA, Leiknis og Fram (öll Errea), ÍA, Fjölnis og Stjörnunnar (öll Puma) og Þróttar (Jako) en barnatreyjur Þróttara kosta 8.490 krónur. Fylkir og Valur eru í Macron, líkt og Víkingur og HK, en treyjur þeirra liða eru þúsund krónum ódýrari. Þær fást á 7.990 krónur. Afturelding og ÍR eru þá í Jako, líkt og Þróttur, en treyjur Mosfellinga og Breiðhyltinga eru 500 krónum ódýrari en í Laugardal – kosta 8.490 krónur (barnatreyjur 7.990 kr.). Meira en 60 prósenta munur Dýrustu treyjur landsins, sem kosta 8.990 krónur hjá ofantöldum liðum og framleiðendum, eru því 38,4 prósent dýrari en þær ódýrustu hjá Breiðabliki og ÍBV – í fullorðinsstærðum. Ef litið er til liðanna tveggja sem voru í toppbaráttunni í Bestu-deild karla, þarf að greiða 8.990 krónur fyrir barnatreyju Víkings en 5.495 krónur fyrir slíka hjá Breiðabliki. Það er munur upp á 63,6 prósent. Íslenska landsliðstreyjan sker sig úr sem dýrasta treyja landsins.Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið sker sig svo úr hvað verðlag varðar. Fullorðinstreyja kostar 14.990 krónur en barnatreyja 11.990 krónur. Landsliðstreyja kostar því rúmlega tvöfalt það sem ódýrustu treyjurnar, hjá Blikum og ÍBV, kosta – sama hvort litið er til fullorðins- eða barnastærða. Munurinn mestur hjá Nike Hjá Nike er langmesti munurinn á verði innan sama framleiðanda. 1.500 króna munurinn á barnatreyjum Blika og ÍBV annars vegar og KR og FH hins vegar, nemur 27,2 prósentum. Í Macron eru treyjur Vals og Fylkis þúsund krónum ódýrari (7.990 kr.) en hjá Víkingi og HK (8.990 kr.) sem er 12,5 prósenta munur. Hjá Jako eru treyjur Þróttar 500 krónum dýrari (8.990 kr.) en hjá ÍR og Aftureldingu sem telur prósentumun upp á 5,8 prósent. Puma og Errea selja þá bæði allar sínar treyjur, hjá félögunum sem eru til skoðunar, á 8.990 krónur. Taka ber fram að treyjur eiga til að vera seldar foreldrum iðkenda af félaginu án milliliðs, beint frá umboði, fyrir lægri fjárhæðir en eru listaðar í greininni. Gæði og hönnun búninga kann þá að vera mismunandi frá heildsölum og munur í verði getur ráðstafast af því. Verð á fótboltatreyjum valinna félaga á Íslandi Félag - Verð fullorðins / barna (Framleiðandi) - Verslun Afturelding – 8.490 kr. / 7.990 kr. (Jako) - Jakosport.is Breiðablik – 6.495 kr. / 5.495 kr. (Nike) - H-verslun FH – 8.490 kr. / 6.990 kr. (Nike) - Músik og sport Fjölnir – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is Fram – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Fylkir – 7.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is HK – 8.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is ÍA – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is ÍBV – 6.495 kr. / 5.495 kr. (Nike) - H-verslun ÍR – 8.490 kr. / 7.990 kr. (Jako) – Jakosport.is KA – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Keflavík – 4.000 kr.* (Nike) - Útsala Keflavíkurbúðin KR – 7.990 kr / 6.990 kr (Nike) - KR-búðin Leiknir R. – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Stjarnan – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is Valur – 7.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is Víkingur – 14.990 kr.** / 8.990 kr. (Macron)- Macron.is Þróttur – 8.990 / 8.490 kr. (Jako)- Jakosport.is Ísland – 14.990 kr. (Puma) - FyrirÍsland.is *Sértilboð og aðeins örfáar treyjur eftir. **Eina fullorðinstreyjan í boði hjá Macron á meðal félaganna að ofan. Sérútgáfa Víkingstreyjunnar.
Verð á fótboltatreyjum valinna félaga á Íslandi Félag - Verð fullorðins / barna (Framleiðandi) - Verslun Afturelding – 8.490 kr. / 7.990 kr. (Jako) - Jakosport.is Breiðablik – 6.495 kr. / 5.495 kr. (Nike) - H-verslun FH – 8.490 kr. / 6.990 kr. (Nike) - Músik og sport Fjölnir – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is Fram – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Fylkir – 7.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is HK – 8.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is ÍA – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is ÍBV – 6.495 kr. / 5.495 kr. (Nike) - H-verslun ÍR – 8.490 kr. / 7.990 kr. (Jako) – Jakosport.is KA – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Keflavík – 4.000 kr.* (Nike) - Útsala Keflavíkurbúðin KR – 7.990 kr / 6.990 kr (Nike) - KR-búðin Leiknir R. – 8.990 kr. (Errea) - Errea-verslun Stjarnan – 8.990 kr. (Puma) - Teamsport.is Valur – 7.990 kr. (Macron – bara yngri) - Macron.is Víkingur – 14.990 kr.** / 8.990 kr. (Macron)- Macron.is Þróttur – 8.990 / 8.490 kr. (Jako)- Jakosport.is Ísland – 14.990 kr. (Puma) - FyrirÍsland.is *Sértilboð og aðeins örfáar treyjur eftir. **Eina fullorðinstreyjan í boði hjá Macron á meðal félaganna að ofan. Sérútgáfa Víkingstreyjunnar.
Neytendur Tíska og hönnun Besta deild karla Besta deild kvenna Jól Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira