Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 16:00 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru sammála um að staðan væri óásættanleg. Vísir/Samsett Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. Þingmennirnir komu saman í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en fjárlagafrumvarpið hefur mikið verið til umræðu á þinginu undanfarna daga og lýkur annarri umræðu líklegast á morgun. Þau fóru yfir víðan völl en undir lok þáttarins beindist umræðan að margrómuðu leiguþaki, sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað grípað til. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar á vegum Samtaka leigjenda eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili. Óásættanlegar hækkanir leigusala Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði það óásættanlegt að leiguslar væru að hækka leiguna um tugi þúsunda og vísaði til máls öryrkja sem Vísir fjallaði um á dögunum. Þá væri verið að fjármálavæða húsnæðismarkaðinn og leiguliðavæða þjóðina. Flokkur fólksins myndi leggja fram frumvarp til að bregðast við stöðunni til bráðabirgða fyrir jól. „Það er alltaf að aukast að fólk hefur ekki efni á að kaupa eigið húsnæði, út af vöxtum. Það er eini kosturinn að fara í leiguhúsnæði og þá geta þau ekki safnað fyrir fyrstu útborgun í húsnæði. Það verður að taka á þessu. Einstaklingar eiga að fá tækifæri til að kaupa sitt eigið húsnæði og þetta sýnir þessa fjármálavæðingu sem er búin eiga sér stað í mörg mörg ár og meðal annars undir þessari ríkisstjórn,“ sagði Eyjólfur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti þá á að þau hafi lagt fram þingmál um leigubremsu, sem stjórnvöld hafi lofað í lífskjarasamningum árið 2019. „Ef þau hefðu staðið við það loforð þá væri hægt að verja leigjendur fyrir þessu sem er nákvæmlega að gerast núna. Ég held að sé alveg alveg augljóst mál að það verður, að stjórnvöld þurfi að stíga þarna inn í og við þurfum að líta upp og líta til annarra landa sem hafa nákvæmlega gert til að verja leigjendur. Leigjendur hér á landi er okkar fátækasta fólk,“ sagði Oddný. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir ákall um leiguþak og sagði það ekki eiga vera þannig að fé úr ríkissjóði sem ætlað sé að taka á húsnæðismálunum fari í hendur leigusala. „Það er bara óskynsamlegt að takast ekkert á við það með því að setja einhvers konar þak. Það eru eflaust til einhverjar útfærslur á því, það hefur verið vitnað til Danmerkur talsvert í þessu samhengi. Þannig að ég treysti því að það verði eitthvað að þessu hugað núna þegar við stöndum frammi fyrir því að liðka fyrir kjarasamningum eða annað slíkt,“ sagði Bjarkey. Leigumarkaður Húsnæðismál Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þingmennirnir komu saman í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en fjárlagafrumvarpið hefur mikið verið til umræðu á þinginu undanfarna daga og lýkur annarri umræðu líklegast á morgun. Þau fóru yfir víðan völl en undir lok þáttarins beindist umræðan að margrómuðu leiguþaki, sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað grípað til. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar á vegum Samtaka leigjenda eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili. Óásættanlegar hækkanir leigusala Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði það óásættanlegt að leiguslar væru að hækka leiguna um tugi þúsunda og vísaði til máls öryrkja sem Vísir fjallaði um á dögunum. Þá væri verið að fjármálavæða húsnæðismarkaðinn og leiguliðavæða þjóðina. Flokkur fólksins myndi leggja fram frumvarp til að bregðast við stöðunni til bráðabirgða fyrir jól. „Það er alltaf að aukast að fólk hefur ekki efni á að kaupa eigið húsnæði, út af vöxtum. Það er eini kosturinn að fara í leiguhúsnæði og þá geta þau ekki safnað fyrir fyrstu útborgun í húsnæði. Það verður að taka á þessu. Einstaklingar eiga að fá tækifæri til að kaupa sitt eigið húsnæði og þetta sýnir þessa fjármálavæðingu sem er búin eiga sér stað í mörg mörg ár og meðal annars undir þessari ríkisstjórn,“ sagði Eyjólfur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti þá á að þau hafi lagt fram þingmál um leigubremsu, sem stjórnvöld hafi lofað í lífskjarasamningum árið 2019. „Ef þau hefðu staðið við það loforð þá væri hægt að verja leigjendur fyrir þessu sem er nákvæmlega að gerast núna. Ég held að sé alveg alveg augljóst mál að það verður, að stjórnvöld þurfi að stíga þarna inn í og við þurfum að líta upp og líta til annarra landa sem hafa nákvæmlega gert til að verja leigjendur. Leigjendur hér á landi er okkar fátækasta fólk,“ sagði Oddný. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir ákall um leiguþak og sagði það ekki eiga vera þannig að fé úr ríkissjóði sem ætlað sé að taka á húsnæðismálunum fari í hendur leigusala. „Það er bara óskynsamlegt að takast ekkert á við það með því að setja einhvers konar þak. Það eru eflaust til einhverjar útfærslur á því, það hefur verið vitnað til Danmerkur talsvert í þessu samhengi. Þannig að ég treysti því að það verði eitthvað að þessu hugað núna þegar við stöndum frammi fyrir því að liðka fyrir kjarasamningum eða annað slíkt,“ sagði Bjarkey.
Leigumarkaður Húsnæðismál Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11