Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 16:00 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru sammála um að staðan væri óásættanleg. Vísir/Samsett Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. Þingmennirnir komu saman í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en fjárlagafrumvarpið hefur mikið verið til umræðu á þinginu undanfarna daga og lýkur annarri umræðu líklegast á morgun. Þau fóru yfir víðan völl en undir lok þáttarins beindist umræðan að margrómuðu leiguþaki, sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað grípað til. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar á vegum Samtaka leigjenda eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili. Óásættanlegar hækkanir leigusala Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði það óásættanlegt að leiguslar væru að hækka leiguna um tugi þúsunda og vísaði til máls öryrkja sem Vísir fjallaði um á dögunum. Þá væri verið að fjármálavæða húsnæðismarkaðinn og leiguliðavæða þjóðina. Flokkur fólksins myndi leggja fram frumvarp til að bregðast við stöðunni til bráðabirgða fyrir jól. „Það er alltaf að aukast að fólk hefur ekki efni á að kaupa eigið húsnæði, út af vöxtum. Það er eini kosturinn að fara í leiguhúsnæði og þá geta þau ekki safnað fyrir fyrstu útborgun í húsnæði. Það verður að taka á þessu. Einstaklingar eiga að fá tækifæri til að kaupa sitt eigið húsnæði og þetta sýnir þessa fjármálavæðingu sem er búin eiga sér stað í mörg mörg ár og meðal annars undir þessari ríkisstjórn,“ sagði Eyjólfur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti þá á að þau hafi lagt fram þingmál um leigubremsu, sem stjórnvöld hafi lofað í lífskjarasamningum árið 2019. „Ef þau hefðu staðið við það loforð þá væri hægt að verja leigjendur fyrir þessu sem er nákvæmlega að gerast núna. Ég held að sé alveg alveg augljóst mál að það verður, að stjórnvöld þurfi að stíga þarna inn í og við þurfum að líta upp og líta til annarra landa sem hafa nákvæmlega gert til að verja leigjendur. Leigjendur hér á landi er okkar fátækasta fólk,“ sagði Oddný. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir ákall um leiguþak og sagði það ekki eiga vera þannig að fé úr ríkissjóði sem ætlað sé að taka á húsnæðismálunum fari í hendur leigusala. „Það er bara óskynsamlegt að takast ekkert á við það með því að setja einhvers konar þak. Það eru eflaust til einhverjar útfærslur á því, það hefur verið vitnað til Danmerkur talsvert í þessu samhengi. Þannig að ég treysti því að það verði eitthvað að þessu hugað núna þegar við stöndum frammi fyrir því að liðka fyrir kjarasamningum eða annað slíkt,“ sagði Bjarkey. Leigumarkaður Húsnæðismál Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þingmennirnir komu saman í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en fjárlagafrumvarpið hefur mikið verið til umræðu á þinginu undanfarna daga og lýkur annarri umræðu líklegast á morgun. Þau fóru yfir víðan völl en undir lok þáttarins beindist umræðan að margrómuðu leiguþaki, sem fjármálaráðherra hefur ekki viljað grípað til. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar á vegum Samtaka leigjenda eru 72 prósent þjóðarinnar hlynnt því að tekin verði upp leigubremsa á Íslandi en Samtök leigjenda segja hugtakið leigubremsa snúa því þegar gefið sé út viðmið um það hversu mikið húsaleiga má hækka á gefnu tímabili. Óásættanlegar hækkanir leigusala Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði það óásættanlegt að leiguslar væru að hækka leiguna um tugi þúsunda og vísaði til máls öryrkja sem Vísir fjallaði um á dögunum. Þá væri verið að fjármálavæða húsnæðismarkaðinn og leiguliðavæða þjóðina. Flokkur fólksins myndi leggja fram frumvarp til að bregðast við stöðunni til bráðabirgða fyrir jól. „Það er alltaf að aukast að fólk hefur ekki efni á að kaupa eigið húsnæði, út af vöxtum. Það er eini kosturinn að fara í leiguhúsnæði og þá geta þau ekki safnað fyrir fyrstu útborgun í húsnæði. Það verður að taka á þessu. Einstaklingar eiga að fá tækifæri til að kaupa sitt eigið húsnæði og þetta sýnir þessa fjármálavæðingu sem er búin eiga sér stað í mörg mörg ár og meðal annars undir þessari ríkisstjórn,“ sagði Eyjólfur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti þá á að þau hafi lagt fram þingmál um leigubremsu, sem stjórnvöld hafi lofað í lífskjarasamningum árið 2019. „Ef þau hefðu staðið við það loforð þá væri hægt að verja leigjendur fyrir þessu sem er nákvæmlega að gerast núna. Ég held að sé alveg alveg augljóst mál að það verður, að stjórnvöld þurfi að stíga þarna inn í og við þurfum að líta upp og líta til annarra landa sem hafa nákvæmlega gert til að verja leigjendur. Leigjendur hér á landi er okkar fátækasta fólk,“ sagði Oddný. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir ákall um leiguþak og sagði það ekki eiga vera þannig að fé úr ríkissjóði sem ætlað sé að taka á húsnæðismálunum fari í hendur leigusala. „Það er bara óskynsamlegt að takast ekkert á við það með því að setja einhvers konar þak. Það eru eflaust til einhverjar útfærslur á því, það hefur verið vitnað til Danmerkur talsvert í þessu samhengi. Þannig að ég treysti því að það verði eitthvað að þessu hugað núna þegar við stöndum frammi fyrir því að liðka fyrir kjarasamningum eða annað slíkt,“ sagði Bjarkey.
Leigumarkaður Húsnæðismál Vinstri græn Samfylkingin Flokkur fólksins Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni. 14. september 2022 14:11