Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2022 12:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem skrifaði nýlega undir samning fyrir hönd ríkisins um móttöku flóttamanna í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar skrifað undir samkomulag við ríkið um móttöku flóttamanna, meðal annars Sveitarfélagið Árborg og Reykjavíkurborg . Það vantar þó að fleiri sveitarfélög taki þátt. Akureyrarbær mun væntanlega skrifa undir samning á næstunni og þá er verið að ganga frá samningum við Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Já, sveitarfélögin eru að týnast inn eitt og eitt og ég vonast til að þau verði enn þá fleiri á næstu misserum og þá er maður ekki síst að líta til stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem eru ekki enn þá inn í þessu en að sjálfsögðu út um allt land,” segir Guðmundur Ingi. Hvað er margt fólk komið til landsins núna og hvað eigum við von á miklum hópi í viðbót, veistu það? „Það er komið yfir þrjú þúsund manns í ár, reyndar nær þrjú þúsund og fimm hundruð og við gætum átt von á að þetta væri nálægt fjögur þúsund.” Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu, það sé mjög brýnt. „Já, ég bara hvet sveitarfélög til að koma inn í samræmda móttöku flóttafólks vegna þess að þar er ríkið að setja fjármagn til að aðstoða sveitarfélögin við lögbundin verkefni sín og þetta er gríðarlega mikilvægt til þess að koma fólki fljótt og vel inn í íslenskt samfélag þannig að þau geti farið að sjá fyrir sér sjálf og taka þátt í samfélaginu. Og við getum líka notið góðs af þeim mannauði, sem er að koma með því fólki, sem að hingað sækir,” segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög landsins til að taka þátt í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar skrifað undir samkomulag við ríkið um móttöku flóttamanna, meðal annars Sveitarfélagið Árborg og Reykjavíkurborg . Það vantar þó að fleiri sveitarfélög taki þátt. Akureyrarbær mun væntanlega skrifa undir samning á næstunni og þá er verið að ganga frá samningum við Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Já, sveitarfélögin eru að týnast inn eitt og eitt og ég vonast til að þau verði enn þá fleiri á næstu misserum og þá er maður ekki síst að líta til stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem eru ekki enn þá inn í þessu en að sjálfsögðu út um allt land,” segir Guðmundur Ingi. Hvað er margt fólk komið til landsins núna og hvað eigum við von á miklum hópi í viðbót, veistu það? „Það er komið yfir þrjú þúsund manns í ár, reyndar nær þrjú þúsund og fimm hundruð og við gætum átt von á að þetta væri nálægt fjögur þúsund.” Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu, það sé mjög brýnt. „Já, ég bara hvet sveitarfélög til að koma inn í samræmda móttöku flóttafólks vegna þess að þar er ríkið að setja fjármagn til að aðstoða sveitarfélögin við lögbundin verkefni sín og þetta er gríðarlega mikilvægt til þess að koma fólki fljótt og vel inn í íslenskt samfélag þannig að þau geti farið að sjá fyrir sér sjálf og taka þátt í samfélaginu. Og við getum líka notið góðs af þeim mannauði, sem er að koma með því fólki, sem að hingað sækir,” segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög landsins til að taka þátt í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira