Feminískur draumur á jólum Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2022 08:31 Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mótmælaalda í Íran Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun