Vindorka - árás á náttúru Íslands Andrés Skúlason skrifar 10. desember 2022 09:31 Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun