Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 13:30 Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar. Vísir Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Borgarstjórn ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að leggja niður starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, sem hluta af sparnaðaraðgerða borgarinnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, gagnrýnir borgina fyrir skort á samráði og segir ákvörðunina skjóta skökku við. „Það sem við söknum fyrst og fremst er bara samtal og samráð um þessar hugmyndir áður en þær koma fram af því að við vissum ekkert af þessu fyrr en þetta kom fram í fyrradag,“ segir Héðinn. „Borgin talar um samtal og samráð um að leysa þessi úrræði en það hefur ekkert verið.“ Vin er eitt fjögurra úrræða í fjórum sveitarfélögum sem sinna einstaklingum með geðraskanir, hin eru Lækur í Hafnarfirði, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri, en þau voru sett á fót í kringum aldamótin af Rauða krossinum. Fyrir ári síðan voru lagðar fram tvær sviðsmyndir fyrir starfsemina, annað hvort yrði þjónustan samþætt eða starfsemin lögð niður. Að sögn Héðins átti sér þó ekki stað frekari umræða eftir það. Fólk sem hafi jafnvel aðeins þetta eina úrræði Reykjavíkurborg tók við rekstrinum í sumar en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að næsta skref eftir ákvörðunina um að leggja starfsemina niður væri að eiga samtal við Geðhjálp og öðrum um hvernig hægt væri að þjónusta hópinn með öðrum hætti. Ekki var þó samtal um þau mál fyrir fram. „Þetta er þjónusta fyrir 20 til 30 manns á dag og þessir einstaklingar þurfa hlutverk og virkni til að rjúfa félagslega einangrun, og það er náttúrulega ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti, að þetta gerist bara einn tveir og þrír og það sé ekkert samtal við hagsmunarsamtök þessara einstaklinga,“ segir Héðinn. Hann bindur þó vonir við að samtalið verði meira á næstunni og segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda, hvort sem það verði áframhaldandi starf Vinjar eða önnur úrræði. „Það þarf bara að taka samtal um þetta áður en að svona ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf fólks sem að hefur kannski bara þetta eina úrræði til að styðjast við, eins og dagurinn svolítið hverfist um það á hverjum degi að mæta á einn stað og hitta fólk og þar fram eftir götum. Það þarf eitthvað aðeins að forvinna þessar ákvarðanir betur og eiga samtalið fyrr,“ segir Héðinn. Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Borgarstjórn ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að leggja niður starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, sem hluta af sparnaðaraðgerða borgarinnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, gagnrýnir borgina fyrir skort á samráði og segir ákvörðunina skjóta skökku við. „Það sem við söknum fyrst og fremst er bara samtal og samráð um þessar hugmyndir áður en þær koma fram af því að við vissum ekkert af þessu fyrr en þetta kom fram í fyrradag,“ segir Héðinn. „Borgin talar um samtal og samráð um að leysa þessi úrræði en það hefur ekkert verið.“ Vin er eitt fjögurra úrræða í fjórum sveitarfélögum sem sinna einstaklingum með geðraskanir, hin eru Lækur í Hafnarfirði, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri, en þau voru sett á fót í kringum aldamótin af Rauða krossinum. Fyrir ári síðan voru lagðar fram tvær sviðsmyndir fyrir starfsemina, annað hvort yrði þjónustan samþætt eða starfsemin lögð niður. Að sögn Héðins átti sér þó ekki stað frekari umræða eftir það. Fólk sem hafi jafnvel aðeins þetta eina úrræði Reykjavíkurborg tók við rekstrinum í sumar en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að næsta skref eftir ákvörðunina um að leggja starfsemina niður væri að eiga samtal við Geðhjálp og öðrum um hvernig hægt væri að þjónusta hópinn með öðrum hætti. Ekki var þó samtal um þau mál fyrir fram. „Þetta er þjónusta fyrir 20 til 30 manns á dag og þessir einstaklingar þurfa hlutverk og virkni til að rjúfa félagslega einangrun, og það er náttúrulega ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti, að þetta gerist bara einn tveir og þrír og það sé ekkert samtal við hagsmunarsamtök þessara einstaklinga,“ segir Héðinn. Hann bindur þó vonir við að samtalið verði meira á næstunni og segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda, hvort sem það verði áframhaldandi starf Vinjar eða önnur úrræði. „Það þarf bara að taka samtal um þetta áður en að svona ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf fólks sem að hefur kannski bara þetta eina úrræði til að styðjast við, eins og dagurinn svolítið hverfist um það á hverjum degi að mæta á einn stað og hitta fólk og þar fram eftir götum. Það þarf eitthvað aðeins að forvinna þessar ákvarðanir betur og eiga samtalið fyrr,“ segir Héðinn.
Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45