Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 16:41 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snæfellsbær Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira