Tvöfalda þarf framlag Íslands til þróunarsamvinnu Hópur forsvarsmanna í Frjálsum félagasamtökum í þróunarsamvinnu skrifar 7. desember 2022 14:00 Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Félagasamtök Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar