Borgarstjóri sendir tillöguna um lokun Sigluness aftur til ÍTR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 12:57 Fyrrverandi starfsmenn Sigluness raða sér upp á meðan borgarstjóri ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Tillaga borgarstjórnar um að loka starfsemi Sigluness í Nauthólsvík verður tekin til endurskoðunar. Þetta segir borgarstjóri. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness mótmæltu í Ráðhúsinu í morgun. Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“ Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“
Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira