Boðar stríð á hendur „reiðmönnum endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 11:45 Maasai-maður á gangi með hjörð sína í leit að beitilandi. AP/Brian Ingang Inger Andersen, framkvæmdastjóri umhverfismálastofunar Sameinuðu þjóðanna, segir mannkynið í stríði við náttúruna og að það verði að semja um frið. Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian. Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Fulltrúar ríkja heims safnast nú saman á Cop15 í Montreal til að freista þess að ná saman um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við erum nýbúin að bjóða áttunda milljarðasta meðlim mannkynsins velkominn á þessari plánetu. Þetta er að sjálfsögðu dásamleg fæðing barns. En við þurfum að skilja að því fleira fólk sem býr á plánetunni, því meira álag setjum við á hana,“ segir Andersen. „Hvað varðar líffræðilega fjölbreytni, þá erum við í stríði við náttúruna. Við þurfum að semja um frið. Því náttúran er undirstaða alls lífs á jörðinni... vísindin eru óyggjandi hvað það varðar.“ Andersen segir samkomulag á Cop15 munu þurfa að fela í sér glímu við „hina fimm reiðmenn endaloka líffræðilegrar fjölbreytni“; breytingar á landnotkun, ofnýtingu, mengun, loftslagsvána og útbreiðslu ágengra lífvera. Um 10 þúsund manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem mun standa yfir til 19. desember. Í seinni vikunni er von á ráðherrum þátttökuríkjanna, sem munu freista þess að sammælast um orðalag samkomulagsins. Í drögum að samkomulaginu er meðal annars fjallað um tillögur til að vernda 30 prósent lands og sjávar, að draga úr skaðlegum ívilnunum sem nemur milljörðum dala og aðgerðir til að berjast gegn ágengum tegundum. Virginijus Sinkevicius, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við Guardian að til þess að ríki heims geti náð árangri þurfi Kína að sýna forystu í viðræðunum. Kínverjar eru í forsæti á Cop15, sem til stóð að halda í Kína en var flutt til Kanada vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Losun kolefnis er hvergi meiri en í Kína, þó hún sé meiri á hvern íbúa í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Áhyggjur voru uppi um að stjórnvöld í Pekíng vildu draga úr mikilvægi ráðstefnunar, þar sem engum þjóðarleiðtogum var boðið. Vonir hafa nefnilega staðið til að þýðingarmiklum framförum yrði náð. „Ég held að hlutverk Kína muni skipta sköpum,“ segir Sinkevicius. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eru í erfiðri stöðu í forsætinu á Cop15. Ég er ánægður með framlag þeirra til þessa og þeir skipulögðu ráðherrafund í Egyptalandi á Cop27. Við þurfum að bíða og sjá hvort áframhald verður á. Ef þeir vilja að þetta verði „Parísaraugnablik“ fyrir náttúruna, þá hafa þeir það í höndum sér en þeir verða að leiða.“ Sinkevicius vísar þarna til sáttmálans sem náðist á Cop21 í París, sem fól meðal annars í sér að ríki heims myndu gera allt sem í valdi sínu stæði til að takmarka hlýnun við 1,5 gráður á selsíus. Samkvæmt höfundum Parísarsamkomulagsins mun ráðstefnan í Montreal skipta sköpum í þeirri viðleitni að ná þeim markmiðum sem samið var um í París. Umfjöllun Guardian.
Umhverfismál Náttúruhamfarir Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira