Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2022 11:12 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Steingrímur Dúi Másson Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. Við sögðum í síðustu viku frá áformum Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá næsta sumar. En fyrirtækið áformar einnig aukna raforkuframleiðslu á Norðurlandi með stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum, sem Hörður Arnarson forstjóri segir hafa reynst mjög vel. Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum sumarið 2016. Frekari boranir eftir jarðgufu eru áformaðar þar næsta sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson „Og erum að áforma stækkun þar og munum hefja boranir þar í sumar,“ segir Hörður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur fyrirtækið lengi horft til þess að virkja vindorkuna meira með fleiri vindmyllum við Búrfell. Landsvirkjun er núna með tvær vindmyllur á hálendinu ofan Búrfells.Arnar Halldórsson „Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun núna í júní. Við höfum mikinn áhuga á að halda þar áfram og erum bara í að vinna að leyfisveitingum þar.“ Þá hefur Landsvirkjun einnig verið að skoða betri nýtingu vatnsafls á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og hefur núna sett stefnuna á stækkun Sigölduvirkjunar sem einnig fékk grænt ljós í rammaáætlun. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun vill stækka hana um 50 megavött.Arnar Halldórsson „Það ætti að vera hægt að komast í það á næstu árum. En við erum líka að horfa til þess að stækka hana um fimmtíu megavött.“ Samhliða Hvammsvirkjun hafði Landsvirkjun lagt drög að tveimur öðrum vatnsaflvirkjunum í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun En eru ráðamenn fyrirtækisins farnir að huga að annarri stórri vatnsaflsvirkjun, auk Hvammsvirkjunar? „Nei. Þessi fjögur verkefni eru mjög umfangsmikil. Og við erum með önnur verkefni sem eru ekki komin í nýtingarflokk í rammaáætlun. Þannig að við erum að vinna þar áfram í þeim. En þessi verkefni eru mjög umfangsmikil, ef við komumst í þau,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Þingeyjarsveit Norðurþing Ásahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05 Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Við sögðum í síðustu viku frá áformum Landsvirkjunar um að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá næsta sumar. En fyrirtækið áformar einnig aukna raforkuframleiðslu á Norðurlandi með stækkun jarðgufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum, sem Hörður Arnarson forstjóri segir hafa reynst mjög vel. Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum sumarið 2016. Frekari boranir eftir jarðgufu eru áformaðar þar næsta sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson „Og erum að áforma stækkun þar og munum hefja boranir þar í sumar,“ segir Hörður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur fyrirtækið lengi horft til þess að virkja vindorkuna meira með fleiri vindmyllum við Búrfell. Landsvirkjun er núna með tvær vindmyllur á hálendinu ofan Búrfells.Arnar Halldórsson „Búrfellslundur var settur í nýtingarflokk í rammaáætlun núna í júní. Við höfum mikinn áhuga á að halda þar áfram og erum bara í að vinna að leyfisveitingum þar.“ Þá hefur Landsvirkjun einnig verið að skoða betri nýtingu vatnsafls á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og hefur núna sett stefnuna á stækkun Sigölduvirkjunar sem einnig fékk grænt ljós í rammaáætlun. Sigölduvirkjun var gangsett árið 1978 og er 150 megavött. Landsvirkjun vill stækka hana um 50 megavött.Arnar Halldórsson „Það ætti að vera hægt að komast í það á næstu árum. En við erum líka að horfa til þess að stækka hana um fimmtíu megavött.“ Samhliða Hvammsvirkjun hafði Landsvirkjun lagt drög að tveimur öðrum vatnsaflvirkjunum í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Tölvugerð mynd af áhrifasvæði Holtavirkjunar. Á miðri mynd má sjá fyrirhugaða brú yfir Þjórsá.Landsvirkjun En eru ráðamenn fyrirtækisins farnir að huga að annarri stórri vatnsaflsvirkjun, auk Hvammsvirkjunar? „Nei. Þessi fjögur verkefni eru mjög umfangsmikil. Og við erum með önnur verkefni sem eru ekki komin í nýtingarflokk í rammaáætlun. Þannig að við erum að vinna þar áfram í þeim. En þessi verkefni eru mjög umfangsmikil, ef við komumst í þau,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Þingeyjarsveit Norðurþing Ásahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44 Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05 Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu. 30. apríl 2022 22:44
Gætu náð 260 megavöttum í viðbót úr virkjunum í Þjórsá og Tungnaá Landsvirkjun telur unnt að auka orkuvinnslugetu núverandi virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um 260 megavött, bæði með endurbótum á vél- og rafbúnaði og með fjölgun aflvéla til að nýta vaxandi jöklabráðnun. 19. maí 2022 10:05
Með draumblik í augum þegar þeir rifja upp tímann í Sigöldu "Þegar vann ég við Sigöldu, meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum.“ Starfsmenn sem unnu í Sigöldu rifja upp tímann þegar lagið sló í gegn. 3. desember 2018 16:15