„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 07:00 Sérfræðingar Lögmál leiksins hafa enga trú á að Denver Nuggets geri atlögu að meistaratitlinum þó liðið sé með Jókerinn sjálfan innan sinna raða. AAron Ontiveroz/Getty Images Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira