Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2022 15:37 Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Japanskir ráðamenn fengu Guðna til að flytja opnunarávarp jafnréttisþingsins World Assembly for Women um liðna helgi. Í opnunarávarpi Guðna í Tókýó gerði hann ráðamönnum grein fyrir því að margir samverkandi þættir hefðu stuðlað að þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. „Meðal annars löggjöf um foreldraorlof og löggjöf um sömu laun óháð kyni og jafnlaunavottun og þar fram eftir götunum og þar að auki væri spurning um kynjajafnrétti ekkert mál lengur á vettvangi íslenskra stjórnmála til dæmis. Það þætti bara sjálfsagt að við værum á þeim stað sem við erum og enginn vildi horfa til fortíðar þar,“ segir Guðni. Guðni segist þó hafa haldið því til haga að Ísland sé engin jafnréttisparadís og að enn sé verk að vinna. Ísland hefur þó trónað í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti. Guðni ræddi við helstu ráðamenn í Japan og tók þátt í alls konar málþingum um jafnrétti.Forseti Íslands Hvað er þess valdandi að Japanir eru svona neðarlega á listanum? „Mikil íhaldssemi,“ útskýrir Guðni sem heldur áfram. „Rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna í samfélaginu og innan heimilis og japanskir karlmenn vinna langan vinnudag og ætlast svo margir til þess þegar heim er komið þurfi þeir ekki að ómaka sig við heimilisstörf eða uppeldi og þessu þarf að breyta því japanskt samfélag er líka að breytast.“ Hlutfall aldraðra sé orðið ansi hátt og fæðingartíðni lág. „Samkeppnishæfni ríkja er háð því að þátttaka á vinnumarkaði sé mikil og þetta samfélag þarf á því að halda að konur njóti jafnra tækifæra en það er hluti af stefnu stjórnvalda að skipta hér um kúrs og þá gleður það mig, sem fulltrúa okkar Íslendinga, að það er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa til batnaðar í íslensku samfélagi í þessum efnum.“ Samfélagið hagnast á auknu jafnrétti Guðni ræddi við forsætisráðherra Japans, jafnréttismálaráðherra og tók auk þess þátt í alls konar viðburðum og málþingum um helgina. Hann segir að erfitt sé að leggja mat á það hvort ráðamönnum í Japan sé alvara með að vilja bæta sig í jafnréttismálum en segist hafa bent á að jafnrétti kynjanna sé ekki aðeins réttlætis og sanngirnismál heldur líka „beinhart hagsmunamál, ef menn vilja hagvöxt, vellíðan og velsæld í samfélaginu.“ „Ef það eru hér einhverjir íhaldssamir menn sem trúa ekki á jafnrétti sem réttlætismál og sanngirnismál þá er nú kannski von til þess að þeir sjái ljósið ef þeim er leitt fyrir sjónir að samfélagið allt muni beinlínis hagnast á auknu jafnrétti.“ Senn líður að lokum Japansferðar forsetans en næst fer hann, ásamt Elizu Reid forsetafrú, til Strassborgar í Frakklandi til að taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands Evrópuráðinu. Forseti Íslands Japan Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Japanskir ráðamenn fengu Guðna til að flytja opnunarávarp jafnréttisþingsins World Assembly for Women um liðna helgi. Í opnunarávarpi Guðna í Tókýó gerði hann ráðamönnum grein fyrir því að margir samverkandi þættir hefðu stuðlað að þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. „Meðal annars löggjöf um foreldraorlof og löggjöf um sömu laun óháð kyni og jafnlaunavottun og þar fram eftir götunum og þar að auki væri spurning um kynjajafnrétti ekkert mál lengur á vettvangi íslenskra stjórnmála til dæmis. Það þætti bara sjálfsagt að við værum á þeim stað sem við erum og enginn vildi horfa til fortíðar þar,“ segir Guðni. Guðni segist þó hafa haldið því til haga að Ísland sé engin jafnréttisparadís og að enn sé verk að vinna. Ísland hefur þó trónað í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti. Guðni ræddi við helstu ráðamenn í Japan og tók þátt í alls konar málþingum um jafnrétti.Forseti Íslands Hvað er þess valdandi að Japanir eru svona neðarlega á listanum? „Mikil íhaldssemi,“ útskýrir Guðni sem heldur áfram. „Rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna í samfélaginu og innan heimilis og japanskir karlmenn vinna langan vinnudag og ætlast svo margir til þess þegar heim er komið þurfi þeir ekki að ómaka sig við heimilisstörf eða uppeldi og þessu þarf að breyta því japanskt samfélag er líka að breytast.“ Hlutfall aldraðra sé orðið ansi hátt og fæðingartíðni lág. „Samkeppnishæfni ríkja er háð því að þátttaka á vinnumarkaði sé mikil og þetta samfélag þarf á því að halda að konur njóti jafnra tækifæra en það er hluti af stefnu stjórnvalda að skipta hér um kúrs og þá gleður það mig, sem fulltrúa okkar Íslendinga, að það er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa til batnaðar í íslensku samfélagi í þessum efnum.“ Samfélagið hagnast á auknu jafnrétti Guðni ræddi við forsætisráðherra Japans, jafnréttismálaráðherra og tók auk þess þátt í alls konar viðburðum og málþingum um helgina. Hann segir að erfitt sé að leggja mat á það hvort ráðamönnum í Japan sé alvara með að vilja bæta sig í jafnréttismálum en segist hafa bent á að jafnrétti kynjanna sé ekki aðeins réttlætis og sanngirnismál heldur líka „beinhart hagsmunamál, ef menn vilja hagvöxt, vellíðan og velsæld í samfélaginu.“ „Ef það eru hér einhverjir íhaldssamir menn sem trúa ekki á jafnrétti sem réttlætismál og sanngirnismál þá er nú kannski von til þess að þeir sjái ljósið ef þeim er leitt fyrir sjónir að samfélagið allt muni beinlínis hagnast á auknu jafnrétti.“ Senn líður að lokum Japansferðar forsetans en næst fer hann, ásamt Elizu Reid forsetafrú, til Strassborgar í Frakklandi til að taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands Evrópuráðinu.
Forseti Íslands Japan Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44