Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2022 15:37 Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Japanskir ráðamenn fengu Guðna til að flytja opnunarávarp jafnréttisþingsins World Assembly for Women um liðna helgi. Í opnunarávarpi Guðna í Tókýó gerði hann ráðamönnum grein fyrir því að margir samverkandi þættir hefðu stuðlað að þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. „Meðal annars löggjöf um foreldraorlof og löggjöf um sömu laun óháð kyni og jafnlaunavottun og þar fram eftir götunum og þar að auki væri spurning um kynjajafnrétti ekkert mál lengur á vettvangi íslenskra stjórnmála til dæmis. Það þætti bara sjálfsagt að við værum á þeim stað sem við erum og enginn vildi horfa til fortíðar þar,“ segir Guðni. Guðni segist þó hafa haldið því til haga að Ísland sé engin jafnréttisparadís og að enn sé verk að vinna. Ísland hefur þó trónað í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti. Guðni ræddi við helstu ráðamenn í Japan og tók þátt í alls konar málþingum um jafnrétti.Forseti Íslands Hvað er þess valdandi að Japanir eru svona neðarlega á listanum? „Mikil íhaldssemi,“ útskýrir Guðni sem heldur áfram. „Rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna í samfélaginu og innan heimilis og japanskir karlmenn vinna langan vinnudag og ætlast svo margir til þess þegar heim er komið þurfi þeir ekki að ómaka sig við heimilisstörf eða uppeldi og þessu þarf að breyta því japanskt samfélag er líka að breytast.“ Hlutfall aldraðra sé orðið ansi hátt og fæðingartíðni lág. „Samkeppnishæfni ríkja er háð því að þátttaka á vinnumarkaði sé mikil og þetta samfélag þarf á því að halda að konur njóti jafnra tækifæra en það er hluti af stefnu stjórnvalda að skipta hér um kúrs og þá gleður það mig, sem fulltrúa okkar Íslendinga, að það er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa til batnaðar í íslensku samfélagi í þessum efnum.“ Samfélagið hagnast á auknu jafnrétti Guðni ræddi við forsætisráðherra Japans, jafnréttismálaráðherra og tók auk þess þátt í alls konar viðburðum og málþingum um helgina. Hann segir að erfitt sé að leggja mat á það hvort ráðamönnum í Japan sé alvara með að vilja bæta sig í jafnréttismálum en segist hafa bent á að jafnrétti kynjanna sé ekki aðeins réttlætis og sanngirnismál heldur líka „beinhart hagsmunamál, ef menn vilja hagvöxt, vellíðan og velsæld í samfélaginu.“ „Ef það eru hér einhverjir íhaldssamir menn sem trúa ekki á jafnrétti sem réttlætismál og sanngirnismál þá er nú kannski von til þess að þeir sjái ljósið ef þeim er leitt fyrir sjónir að samfélagið allt muni beinlínis hagnast á auknu jafnrétti.“ Senn líður að lokum Japansferðar forsetans en næst fer hann, ásamt Elizu Reid forsetafrú, til Strassborgar í Frakklandi til að taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands Evrópuráðinu. Forseti Íslands Japan Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Japanskir ráðamenn fengu Guðna til að flytja opnunarávarp jafnréttisþingsins World Assembly for Women um liðna helgi. Í opnunarávarpi Guðna í Tókýó gerði hann ráðamönnum grein fyrir því að margir samverkandi þættir hefðu stuðlað að þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. „Meðal annars löggjöf um foreldraorlof og löggjöf um sömu laun óháð kyni og jafnlaunavottun og þar fram eftir götunum og þar að auki væri spurning um kynjajafnrétti ekkert mál lengur á vettvangi íslenskra stjórnmála til dæmis. Það þætti bara sjálfsagt að við værum á þeim stað sem við erum og enginn vildi horfa til fortíðar þar,“ segir Guðni. Guðni segist þó hafa haldið því til haga að Ísland sé engin jafnréttisparadís og að enn sé verk að vinna. Ísland hefur þó trónað í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti. Guðni ræddi við helstu ráðamenn í Japan og tók þátt í alls konar málþingum um jafnrétti.Forseti Íslands Hvað er þess valdandi að Japanir eru svona neðarlega á listanum? „Mikil íhaldssemi,“ útskýrir Guðni sem heldur áfram. „Rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna í samfélaginu og innan heimilis og japanskir karlmenn vinna langan vinnudag og ætlast svo margir til þess þegar heim er komið þurfi þeir ekki að ómaka sig við heimilisstörf eða uppeldi og þessu þarf að breyta því japanskt samfélag er líka að breytast.“ Hlutfall aldraðra sé orðið ansi hátt og fæðingartíðni lág. „Samkeppnishæfni ríkja er háð því að þátttaka á vinnumarkaði sé mikil og þetta samfélag þarf á því að halda að konur njóti jafnra tækifæra en það er hluti af stefnu stjórnvalda að skipta hér um kúrs og þá gleður það mig, sem fulltrúa okkar Íslendinga, að það er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa til batnaðar í íslensku samfélagi í þessum efnum.“ Samfélagið hagnast á auknu jafnrétti Guðni ræddi við forsætisráðherra Japans, jafnréttismálaráðherra og tók auk þess þátt í alls konar viðburðum og málþingum um helgina. Hann segir að erfitt sé að leggja mat á það hvort ráðamönnum í Japan sé alvara með að vilja bæta sig í jafnréttismálum en segist hafa bent á að jafnrétti kynjanna sé ekki aðeins réttlætis og sanngirnismál heldur líka „beinhart hagsmunamál, ef menn vilja hagvöxt, vellíðan og velsæld í samfélaginu.“ „Ef það eru hér einhverjir íhaldssamir menn sem trúa ekki á jafnrétti sem réttlætismál og sanngirnismál þá er nú kannski von til þess að þeir sjái ljósið ef þeim er leitt fyrir sjónir að samfélagið allt muni beinlínis hagnast á auknu jafnrétti.“ Senn líður að lokum Japansferðar forsetans en næst fer hann, ásamt Elizu Reid forsetafrú, til Strassborgar í Frakklandi til að taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands Evrópuráðinu.
Forseti Íslands Japan Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44