Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 19:08 Siglunes á sér 55 ára farsæla sögu þar sem æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. Reyjavíkurborg Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma. Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma.
Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira