Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 19:08 Siglunes á sér 55 ára farsæla sögu þar sem æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. Reyjavíkurborg Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma. Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma.
Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira