Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 19:08 Siglunes á sér 55 ára farsæla sögu þar sem æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. Reyjavíkurborg Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma. Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma.
Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent