Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2022 14:34 Rúrik Gíslason var sigur úr býtum í dansþættinum Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021. Vísir/Baldur Hrafnkell Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi. Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Rheinische Post greinir frá þessu, en það var mbl sem greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Rúrik bar sigur úr býtum í Let‘s Dance í Þýskalandi árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Vakti það athygli að parið náði fullu húsi stiga hjá dómnefndinni þegar í þriðja þætti þáttaraðarinnar. Í frétt Rheinische Post kemur fram að Topas International sé á því að Rúrik hafi ekki fengið greitt að fullu þar sem hann hafi ekki staðið við gerða auglýsingasamninga í tengslum við þáttagerðina. Kemur fram að málið hafi verið tekið fyrir í dómstól í Wuppertal í vesturhluta Þýskalands í gær. Lögmaður Rúriks óskaði hins vegar þegar í stað eftir því að málinu yrði frestað þannig að málsaðilar gætu náð sáttum í málinu. Rúrik var ekki viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í Wuppertal í gær. Hann var staddur í Miami í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem hann sótti Art Basellistahátíðina á Miami Beach. View this post on Instagram A post shared by Let's Dance | RTL.de (@letsdance) Rúrik var aftur þátttakandi í þýsku raunveruleikasjónvarpi fyrr á þessu ári, en þá var hann einn þátttakenda í sjöttu þátttaröðinni af þýsku útgáfunni af The Masked Singer. Þar var hann í búningi górillu og hafnaði í sjötta sæti. Rúrik söng í þáttunum lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys, Basket Case með Green Day og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi.
Íslendingar erlendis Þýskaland Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06