Innlent

Handtóku mann eftir ítrekuð afskipti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum.
Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í annarlegu ástandi eftir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af honum. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt. 

Tveir voru handteknir í miðborginni grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna og einn í Hlíðahverfi. Allir voru vistaðir í fangageymslu.

Rétt eftir miðnætti barst lögreglu tilkynning um slys í Hlíðahverfi en þar hafði erlendur ferðamaður dottið af rafhlaupahjóli og slasast á hné. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×