Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2022 21:05 Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri er efins um skynsemi þess að sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina ríkisstofnun enda segir hann að Skógræktarinnar vegna sé engin þörf á sameiningu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur ákveðið að Skógræktin og Landgræðslan verði sameinaðar í eina ríkisstofnun. Mörgum finnst þetta skynsamlegt en aðrir eru ekki jafn sannfærðir eins og skógræktarstjóri sjálfur. „Skógræktarinnar vegna er engin þörf á að sameina að mínu mati. Hitti er svo annað mál að ég sé alveg möguleikana í sameiningu og það eru talsverðir möguleikar á að mynda öfluga stofnun en það þarf auðvitað að standa vel að því og allt það,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Skógræktarinnar vegna er ekki knýjandi ástæða, það gengur vel hjá okkur, við eru á góðri siglingu, það er framgangur í skógrækt og okkur tekst vel til. Þá er spurning þegar vel gengur hvort að einhver breyting á því sé af hinu góða eða hinu slæma og það veit maður ekkert náttúrulega fyrir fram.“ Um 130 manns vinna hjá báðum stofnunum í dag. Þröstur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvar höfuðstöðvar nýrrar stofunnar ættu að vera en nefnir þó þessa fjóra staði. Höfuðstvöðar Landgræðslunnar eru í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Egilsstaðir að sjálfsögðu, Gunnarsholt, Akureyri og Selfoss.“ Hvernig leggst þessi sameining í þitt starfsfólk? „Misjafnlega. Það eru flestir bara blátt áfram um að láta þetta ganga, það er alveg ljóst, hvað svo sem þeim finnst um það, þar að segja hvort þeim finnist það jákvætt eða neikvætt, þá er starfsfólk almennt blátt áfram um að þetta gangi vel,“ segir Þröstur. Höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Akureyri Múlaþing Árborg Rangárþing ytra Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira