Samfylkingin rifti leigusamningi vegna ónothæfs eldhúss Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2022 11:52 Hörður Oddfríðarson var formaður Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar þegar málið kom upp. Sigfús Ómar Höskuldsson er formaður ráðsins í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Fulltrúaráð Samfylkingarinnar til að greiða Sjónveri ehf. gjaldfallna leigu fyrir einn mánuð en ekki sex eins og upprunalegur leigusamningur kvað á um. Fulltrúaráðið hafði gert tímabundinn leigusamning í mars 2021 vegna húsnæðis við Skipholt sem nýta átti sem kosningaskrifstofu. Ráðið rifti hins vegar samningnum átta dögum eftir afhendingu vegna forsendubrests. Ástæðan var ónothæft eldhús. Ágreiningurinn snerist um hvort Fulltrúaráðið væri skuldbundið samkvæmt leigusamningi að greiða Sjónveri vanngoldna leigu til sex mánaða. Forsaga málsins er sú að í lok mars 2021 tók Fulltrúaráðið á leigu 315 fermetra atvinnuhúsnæði að Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt samningi var um að ræða tímabundna leigu frá 31. mars 2021 til 1. október sama ár. Leiguverðið var samkvæmt samningnum 600.000 krónur á mánuði og skyldi greiðast fyrsta hvers mánaðar, og þá var krafist 1.200.000 króna tryggingagreiðslu áður en húsnæðið yrði afhent. Leigusamningurinn var undirritaður og húsnæðið afhent 31. mars 2021.Fulltrúaráðið greiddi hins vegar ekki trygginguna né greiddi leigu á gjalddaga 1.apríl 2021 eða síðar, heldur lýsti yfir riftun samningsins 8 dögum eftir að húsnæðið var afhent. Forsenda að hægt væri að bjóða veitingar Fyrir dómi sagðist Fulltrúaráðið hafa verið að leita að leiguhúsnæði sem nýta átti sem kosningaskrifstofu fyrir komandi kosningar snemma árs 2021. Nýta hafi átt húsnæðið annars vegar undir vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, skrifstofur og úthringiver, og hins vegar til þess að hýsa fundi og samkomur vegna kosningabaráttunnar, þar sem boðið yrði upp á veitingar. Ráðið sagðist hafa verið að leita að auðu húsnæði þar sem áður hefði verið veitingarekstur og hafi forsenda leigunnar verið sú að unnt yrði að undirbúa og bjóða fram veitingar í húsnæðinu. Fulltrúaráðið hélt því fram að við skoðun á húsnæðinu þann 5.mars 2021 hafi verið rafmagnslaust og sérstaklega hafi verið dimmt í eldhúsi, en fullyrt hefði verið við skoðun að eldhúsið væri tilbúið til notkunarog að eldhúsaðstaðan væri fullnægjandi. Ráðið taldi því að þar væru nauðsynleg tæki og tól til veitingarekstrar og tók þá ákvörðun um að leigja húsnæðið undir kosningaskrifstofu sína. Fulltrúaráðið lýsti því fyrir dómnum að ljóst hefði verið við afhendingu á húsnæðinu að eldhúsaðstaða þess væri með öllu ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingar af hálfu Sjónvers fyrir og við samningsgerðina. Forsendur að baki samningnum hafi því verið brostnar og ómögulegt að nýta húsnæðið undir kosningaskrifstofu. Leigusamningum hafi því verið rift með formlegum hætti og lyklum skilað þann 8. apríl 2021. Ráðið sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð við riftuninni, en henni var komið til Sjónvers þann 9. apríl 2021 fyrir milligöngu leigumiðlara. Sjónver hélt því hins vegar fram fyrir dómi að leiguhúsnæðið hefði verið afhent í umsömdu ástandi og í fullu samræmi við leigusamning. Skilyrði til riftunar af hálfu Fulltrúaráðsins hafi því ekki verið uppfyllt og riftun verið óheimil og ólögmæt. Fulltrúaráðið hélt því hins vegar fram að riftunin á leigusamningnum hefði verið réttmæt og nauðsynleg vegna verulegra vanefnda Sjónvers, sem hefðu falist í slæmu og raunar ónothæfu ástandi eldhúss fasteignarinnar. Samningur ekki talinn ósanngjarn Leigumiðlari sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa fengið þær upplýsingar að tilgangur Fulltrúaráðsins væri að leigja húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu þar sem hægt væri í mesta lagi að bjóða súpu og kaffi. Legið hefði fyrir að húsnæðið þyrfti að þrífa og að eldhúsið væri í óviðunandi ástandi. Leigumiðlarinn kvaðst hafa upplýst um að ekki væri fyrir hendi aðstaða til að hita súpu og kaffi og fulltrúi Fulltrúaráðsins hefði sagt að Fulltrúaráðið tæki að sér að bæta þar úr. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Fulltrúaráðinu hefði mátt vera ljóst að við samningsgerð að úrbóta í eldhúsi var þörf og að Sjónver myndi ekki bæta þar úr. Dómurinn féllst ekki á það að samningurinn væri ósanngjarn eða að á honum væru annmarkar. Var það niðurstaða héraðsdóms að Fulltrúaráðið skyldi einungis greiða Sjónveri gjaldfallna leigu fyrir aprílmánuð 2021 ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Dómur Héraðsdóms í heild sinni. Dómsmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fulltrúaráðið hafði gert tímabundinn leigusamning í mars 2021 vegna húsnæðis við Skipholt sem nýta átti sem kosningaskrifstofu. Ráðið rifti hins vegar samningnum átta dögum eftir afhendingu vegna forsendubrests. Ástæðan var ónothæft eldhús. Ágreiningurinn snerist um hvort Fulltrúaráðið væri skuldbundið samkvæmt leigusamningi að greiða Sjónveri vanngoldna leigu til sex mánaða. Forsaga málsins er sú að í lok mars 2021 tók Fulltrúaráðið á leigu 315 fermetra atvinnuhúsnæði að Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt samningi var um að ræða tímabundna leigu frá 31. mars 2021 til 1. október sama ár. Leiguverðið var samkvæmt samningnum 600.000 krónur á mánuði og skyldi greiðast fyrsta hvers mánaðar, og þá var krafist 1.200.000 króna tryggingagreiðslu áður en húsnæðið yrði afhent. Leigusamningurinn var undirritaður og húsnæðið afhent 31. mars 2021.Fulltrúaráðið greiddi hins vegar ekki trygginguna né greiddi leigu á gjalddaga 1.apríl 2021 eða síðar, heldur lýsti yfir riftun samningsins 8 dögum eftir að húsnæðið var afhent. Forsenda að hægt væri að bjóða veitingar Fyrir dómi sagðist Fulltrúaráðið hafa verið að leita að leiguhúsnæði sem nýta átti sem kosningaskrifstofu fyrir komandi kosningar snemma árs 2021. Nýta hafi átt húsnæðið annars vegar undir vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, skrifstofur og úthringiver, og hins vegar til þess að hýsa fundi og samkomur vegna kosningabaráttunnar, þar sem boðið yrði upp á veitingar. Ráðið sagðist hafa verið að leita að auðu húsnæði þar sem áður hefði verið veitingarekstur og hafi forsenda leigunnar verið sú að unnt yrði að undirbúa og bjóða fram veitingar í húsnæðinu. Fulltrúaráðið hélt því fram að við skoðun á húsnæðinu þann 5.mars 2021 hafi verið rafmagnslaust og sérstaklega hafi verið dimmt í eldhúsi, en fullyrt hefði verið við skoðun að eldhúsið væri tilbúið til notkunarog að eldhúsaðstaðan væri fullnægjandi. Ráðið taldi því að þar væru nauðsynleg tæki og tól til veitingarekstrar og tók þá ákvörðun um að leigja húsnæðið undir kosningaskrifstofu sína. Fulltrúaráðið lýsti því fyrir dómnum að ljóst hefði verið við afhendingu á húsnæðinu að eldhúsaðstaða þess væri með öllu ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingar af hálfu Sjónvers fyrir og við samningsgerðina. Forsendur að baki samningnum hafi því verið brostnar og ómögulegt að nýta húsnæðið undir kosningaskrifstofu. Leigusamningum hafi því verið rift með formlegum hætti og lyklum skilað þann 8. apríl 2021. Ráðið sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð við riftuninni, en henni var komið til Sjónvers þann 9. apríl 2021 fyrir milligöngu leigumiðlara. Sjónver hélt því hins vegar fram fyrir dómi að leiguhúsnæðið hefði verið afhent í umsömdu ástandi og í fullu samræmi við leigusamning. Skilyrði til riftunar af hálfu Fulltrúaráðsins hafi því ekki verið uppfyllt og riftun verið óheimil og ólögmæt. Fulltrúaráðið hélt því hins vegar fram að riftunin á leigusamningnum hefði verið réttmæt og nauðsynleg vegna verulegra vanefnda Sjónvers, sem hefðu falist í slæmu og raunar ónothæfu ástandi eldhúss fasteignarinnar. Samningur ekki talinn ósanngjarn Leigumiðlari sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa fengið þær upplýsingar að tilgangur Fulltrúaráðsins væri að leigja húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu þar sem hægt væri í mesta lagi að bjóða súpu og kaffi. Legið hefði fyrir að húsnæðið þyrfti að þrífa og að eldhúsið væri í óviðunandi ástandi. Leigumiðlarinn kvaðst hafa upplýst um að ekki væri fyrir hendi aðstaða til að hita súpu og kaffi og fulltrúi Fulltrúaráðsins hefði sagt að Fulltrúaráðið tæki að sér að bæta þar úr. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Fulltrúaráðinu hefði mátt vera ljóst að við samningsgerð að úrbóta í eldhúsi var þörf og að Sjónver myndi ekki bæta þar úr. Dómurinn féllst ekki á það að samningurinn væri ósanngjarn eða að á honum væru annmarkar. Var það niðurstaða héraðsdóms að Fulltrúaráðið skyldi einungis greiða Sjónveri gjaldfallna leigu fyrir aprílmánuð 2021 ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Dómur Héraðsdóms í heild sinni.
Dómsmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira