Fullveldið er hjá þjóðinni Katrín Oddsdóttir skrifar 1. desember 2022 12:00 - Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
- Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun