Innlent

Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tilkynnt var um utanvegaakstur í Hafnarfirði/Garðabæ en ökumenn fundust ekki.
Tilkynnt var um utanvegaakstur í Hafnarfirði/Garðabæ en ökumenn fundust ekki. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar.

Í umdæminu sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ var lögregla kölluð til vegna ágreinings, þar sem fólk var að rífast. Ekki reyndist þó þörf á inngripi lögreglu. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem einstaklingar voru sagðir taka myndir af húsum. Þeir fundust þó ekki.

Einn var handtekinn í sama umdæmi eftir uppákomu við öldurhús og vistaður í fangageymslu vegna brota á vopnalögum, meðal annars. Var hann ekki viðræðuhæfur sökum ölvunar. Þá var tilkynnt um menn á torfæruhjólum utan vega en þeir fundust ekki.

Í Kópavogi/Breiðholti var maður handtekinn vegna vímuástands og ónæðis. Veittist hann að lögreglu þegar hana bar að. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Nokkrir voru stöðvaðir í höfuðborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var kona vistuð í fangageymslu eftir umferðaróhapp en hún er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×