Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 29. nóvember 2022 19:20 Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Það vakti talsverða athygli þegar Laugarneskirkja sendi frá sér yfirlýsingu í haust þess efnis, að kirkjan myndi ekki bjóða uppá skólaheimsóknir á aðventunni. Þess í stað verða opnir viðburðir nú í aðdraganda jólanna. Í samskiptareglum Reykjavíkurborgar frá 2013 segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga eigi að eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að þessar heimsóknir leggist af. „Já, jólin og aðventan eru auðvitað svona órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og íslenskri sögu. Ég á nú börn á grunnskólaaldri sem eru í óða önn að undirbúa jólin, á skólatíma, og það er auðvitað leiðinlegt að sjá að þessar heimsóknir séu á undanhaldi ef það er rétt. Ég á bara góðar minningar af þessum stundum frá því að ég var í skóla og ég held það séu ekki börnin sem eru að kvarta yfir því að fá frí í skólanum og fara í piparkökur og jólalög í kirkjunum.“ Laugarneskirkja.Vísir/Sigurjón En hvers vegna eru þessar heimsóknir á undanhaldi? „Ég skil alveg hvaðan þau koma, þau gera þetta í nafni umburðarlyndis og til þess að svona forðast einhver átök. Ég er bara ósammála því að þessi fallega hefð, áratugalanga hefð sé að valda einhverjum deilum í samfélaginu okkar.“ Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Jól Alþingi Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar Laugarneskirkja sendi frá sér yfirlýsingu í haust þess efnis, að kirkjan myndi ekki bjóða uppá skólaheimsóknir á aðventunni. Þess í stað verða opnir viðburðir nú í aðdraganda jólanna. Í samskiptareglum Reykjavíkurborgar frá 2013 segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga eigi að eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að þessar heimsóknir leggist af. „Já, jólin og aðventan eru auðvitað svona órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og íslenskri sögu. Ég á nú börn á grunnskólaaldri sem eru í óða önn að undirbúa jólin, á skólatíma, og það er auðvitað leiðinlegt að sjá að þessar heimsóknir séu á undanhaldi ef það er rétt. Ég á bara góðar minningar af þessum stundum frá því að ég var í skóla og ég held það séu ekki börnin sem eru að kvarta yfir því að fá frí í skólanum og fara í piparkökur og jólalög í kirkjunum.“ Laugarneskirkja.Vísir/Sigurjón En hvers vegna eru þessar heimsóknir á undanhaldi? „Ég skil alveg hvaðan þau koma, þau gera þetta í nafni umburðarlyndis og til þess að svona forðast einhver átök. Ég er bara ósammála því að þessi fallega hefð, áratugalanga hefð sé að valda einhverjum deilum í samfélaginu okkar.“
Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Jól Alþingi Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira