Vill ekki að kirkjuheimsóknir leggist af Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 29. nóvember 2022 19:20 Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. Það vakti talsverða athygli þegar Laugarneskirkja sendi frá sér yfirlýsingu í haust þess efnis, að kirkjan myndi ekki bjóða uppá skólaheimsóknir á aðventunni. Þess í stað verða opnir viðburðir nú í aðdraganda jólanna. Í samskiptareglum Reykjavíkurborgar frá 2013 segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga eigi að eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að þessar heimsóknir leggist af. „Já, jólin og aðventan eru auðvitað svona órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og íslenskri sögu. Ég á nú börn á grunnskólaaldri sem eru í óða önn að undirbúa jólin, á skólatíma, og það er auðvitað leiðinlegt að sjá að þessar heimsóknir séu á undanhaldi ef það er rétt. Ég á bara góðar minningar af þessum stundum frá því að ég var í skóla og ég held það séu ekki börnin sem eru að kvarta yfir því að fá frí í skólanum og fara í piparkökur og jólalög í kirkjunum.“ Laugarneskirkja.Vísir/Sigurjón En hvers vegna eru þessar heimsóknir á undanhaldi? „Ég skil alveg hvaðan þau koma, þau gera þetta í nafni umburðarlyndis og til þess að svona forðast einhver átök. Ég er bara ósammála því að þessi fallega hefð, áratugalanga hefð sé að valda einhverjum deilum í samfélaginu okkar.“ Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Jól Alþingi Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar Laugarneskirkja sendi frá sér yfirlýsingu í haust þess efnis, að kirkjan myndi ekki bjóða uppá skólaheimsóknir á aðventunni. Þess í stað verða opnir viðburðir nú í aðdraganda jólanna. Í samskiptareglum Reykjavíkurborgar frá 2013 segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga eigi að eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að þessar heimsóknir leggist af. „Já, jólin og aðventan eru auðvitað svona órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og íslenskri sögu. Ég á nú börn á grunnskólaaldri sem eru í óða önn að undirbúa jólin, á skólatíma, og það er auðvitað leiðinlegt að sjá að þessar heimsóknir séu á undanhaldi ef það er rétt. Ég á bara góðar minningar af þessum stundum frá því að ég var í skóla og ég held það séu ekki börnin sem eru að kvarta yfir því að fá frí í skólanum og fara í piparkökur og jólalög í kirkjunum.“ Laugarneskirkja.Vísir/Sigurjón En hvers vegna eru þessar heimsóknir á undanhaldi? „Ég skil alveg hvaðan þau koma, þau gera þetta í nafni umburðarlyndis og til þess að svona forðast einhver átök. Ég er bara ósammála því að þessi fallega hefð, áratugalanga hefð sé að valda einhverjum deilum í samfélaginu okkar.“
Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Jól Alþingi Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira