Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 19:06 Konan starfaði grunnskóla í Hafnarfirði í haust Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun. Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun.
Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira