Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 19:06 Konan starfaði grunnskóla í Hafnarfirði í haust Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun. Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun.
Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira