Verður varamaður hjá Red Bull Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2022 19:30 Daniel Ricciardo og Christian Horner ánægðir með lífið. Red Bull Ökuþórinn Daniel Ricciardo hefur samið við fyrrverandi vinnuveitanda sinn Red Bull og verður þriðji ökumaður liðsins á næsta keppnistímabili í Formúlu 1. Hinn ástralski Ricciardo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en eftir að standa sig nokkuð vel hjá Red Bull frá 2014 til 2018 samdi hann við Renault og átti að vera stjarnan þeirra í Formúlu 1. Þessi 33 ára gamli ökumaður vildi hins vegar komast í stærra lið og samdi við McLaren á síðasta ári. Þar hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum og var ákveðið að rifta samningi Ricciardo. Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til Red Bull á nýjan leik en það þýðir þó ekki að Ricciardo muni keppa í Formúlu 1 á komandi keppnistímabili. Hann verður nefnilega varamaður fyrir heimsmeistarann Max Verstappen og Sergio Pérez. BREAKING: Daniel Ricciardo joins Red Bull Racing as third driver for 2023 #F1 @redbullracing pic.twitter.com/7JmFQlWO3r— Formula 1 (@F1) November 23, 2022 Hvort Ricciardo hafi keyrt sinn síðasta hring í Formúlu 1 er óvíst en sem stendur eru ekki miklar líkur að hann fái að leika listir sínar á komandi tímabili. Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hinn ástralski Ricciardo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en eftir að standa sig nokkuð vel hjá Red Bull frá 2014 til 2018 samdi hann við Renault og átti að vera stjarnan þeirra í Formúlu 1. Þessi 33 ára gamli ökumaður vildi hins vegar komast í stærra lið og samdi við McLaren á síðasta ári. Þar hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum og var ákveðið að rifta samningi Ricciardo. Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til Red Bull á nýjan leik en það þýðir þó ekki að Ricciardo muni keppa í Formúlu 1 á komandi keppnistímabili. Hann verður nefnilega varamaður fyrir heimsmeistarann Max Verstappen og Sergio Pérez. BREAKING: Daniel Ricciardo joins Red Bull Racing as third driver for 2023 #F1 @redbullracing pic.twitter.com/7JmFQlWO3r— Formula 1 (@F1) November 23, 2022 Hvort Ricciardo hafi keyrt sinn síðasta hring í Formúlu 1 er óvíst en sem stendur eru ekki miklar líkur að hann fái að leika listir sínar á komandi tímabili.
Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira