Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 19:54 Árásin átti sér stað á Hamarskotstúni á Akureyri í júní síðastliðnum. Vísir/Tryggvi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði. Atvikið átti sér stað hinn 10. júní síðastliðinn en Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Atvik voru þau að ákærði hafði fært almenningsbekk af Hamarskotstúninu á Akureyri og sett hann á göngustíg sem liggur um svæðið. Brotaþoli, sem er þroskaskertur, gerði athugasemd við þetta og ýtti við ákærða sem féll á bekkinn. Við það reiddist ákærði, stóð upp af bekknum og var upphaflega sagður hafa kýlt brotaþola í andlitið. Því næst hafi hann sparkað undan brotaþola fótunum með þeim afleiðingum að hann datt í jörðina. Brotaþoli axlarbrotnaði og hlaut brotna framtönn og skrámur við árásina. Við fyrirtöku málsins breytti ákæruvaldið ákærunni á þann veg að tekið væri út að ákærði hafi kýlt brotaþola í andlitið. Maðurinn játaði brotið eftir breytingu ákæruvaldsins. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hafi gengist undir sátt fyrir vörslur fíkniefna fyrr á árinu. Dómari taldi honum það til hegningarauka og taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærða ber enn fremur að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur, rúmar 200 þúsund krónur vegna fjártjóns og tæpar 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akureyri Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Atvikið átti sér stað hinn 10. júní síðastliðinn en Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Atvik voru þau að ákærði hafði fært almenningsbekk af Hamarskotstúninu á Akureyri og sett hann á göngustíg sem liggur um svæðið. Brotaþoli, sem er þroskaskertur, gerði athugasemd við þetta og ýtti við ákærða sem féll á bekkinn. Við það reiddist ákærði, stóð upp af bekknum og var upphaflega sagður hafa kýlt brotaþola í andlitið. Því næst hafi hann sparkað undan brotaþola fótunum með þeim afleiðingum að hann datt í jörðina. Brotaþoli axlarbrotnaði og hlaut brotna framtönn og skrámur við árásina. Við fyrirtöku málsins breytti ákæruvaldið ákærunni á þann veg að tekið væri út að ákærði hafi kýlt brotaþola í andlitið. Maðurinn játaði brotið eftir breytingu ákæruvaldsins. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hafi gengist undir sátt fyrir vörslur fíkniefna fyrr á árinu. Dómari taldi honum það til hegningarauka og taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærða ber enn fremur að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur, rúmar 200 þúsund krónur vegna fjártjóns og tæpar 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira