Einkavæðing banka og ábyrgð ráðherra Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2022 13:30 Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það má öllum vera ljóst að stjórnarsamstarfið er undir þegar ráðherrar tjá sig um bankasöluna og ábyrgð fjármálaráðherrans. Ef þau viðurkenna ábyrgð hans þá verður krafan eindregnari um að hann segi af sér, fari þau ekki fram á það sjálf. En hversu langt ætla þau að ganga? Fyrst þóttust þau hólpin og hafa haldreipi í einhverju sem þau kölluðu armslengd, að fjármálaráðherra hefði ekki mátt skipta sér af framkvæmdinni. Svo gera þau sér flest grein fyrir að það átti ekki við. Þá tala þau um að stjórnsýslan hafi ekki verið nógu góð en minnast ekkert á ábyrgð ráðherrans í þeim efnum. Umgjörðin var ekki nógu góð segja þau sum og eiga þá væntanlega við lögin sem gilda um söluna, þó ég efist um að þau hafi öll lesið þau. Lögin eru hvorki flókin né torskilin og þar er ekkert svigrúm til að senda ábyrgðina eitthvert annað - í burtu frá fjármálaráðherranum. Að selja banka sé ekki líkt og að selja prívateign segir forsætisráðherrann og hefur áhyggjur af rýrnandi trausti eftir bankasöluna. Lausnin sé að leggja Bankasýsluna niður og setja alla framkvæmd til fjármálaráðherrans. Ætli hún haldi að það sé til þess fallið að auka traustið? Út á við lítur út fyrir að hér sé spillt stjórnkerfi þar sem ráðherrar nýta sér stöðu sína til að gæta að sérhagsmunum. Forsætisráðherra segir mikilvægt að taka skýrslu Ríkisendurskoðanda alvarlega. Ætli hún vilji líka taka það alvarlega sem skrifað er á blaðsíðu 26 í skýrslunni?: „Þótt ekki sé gert ráð fyrir aðkomu ráðherra að framkvæmd sölunnar ber hann engu að síður ábyrgð á því að söluferlið sé í samræmi við þær forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar í greinargerð hans. Honum ber því að hafa eftirlit með söluferlinu og ganga í skugga um að það hafi verið í samræmi við greinargerðina áður en hann tekur ákvörðun um sölu.“. Ráðherranum er með öðrum orðum ætlað samkvæmt lögum að hafa virkt hlutverk í ákvarðanatöku um sölumeðferðina. Lagaleg og pólitísk ábyrgð Lögin um bankasöluna eru skýr . Myndin sem fylgir er myndræn skýring á lögunum nr.155/2012 um sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hér er slóð á lagatextann: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012155.html Lögunum var ætlað að skapa trausta umgjörð ef og þegar til þess kæmi að selja hluti ríkisins. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Þar átti að draga lærdóm af bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efnahagsráðherrans vekur upp spurningar um hvort ráðherrann hafi ekkert lært af bankahruninu og aðdraganda þess. Almenn óánægja ríkir um söluna og traust til ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokksins, slá skjaldborg um fjármála- og efnahagsráðherra. Þau láta eins og ábyrgð hans á sölunni og söluferlinu sé engin, hvorki lagaleg né pólitísk. Því ef þau verja hann ekki er ríkisstjórnin fallin. En væri það svo slæmt? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun