Innlent

Sprengisandur: Forsætisráðherra, neðanjarðarlest, loftslagsmál og HM í Katar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á eftir. Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 

Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi mætir fyrstur í þáttinn að þessu sinni. Hann telur mögulegt að byggja neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu og í reynd bara skynsamlegt.  

Næst koma þau Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar. Þau eru bæði nýkomin af Cop27 ráðstefnunni í Egyptalandi þar sem bjarga átti mannkyninu. Sitt sýnist hverjum um árangurinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður í þættinum rétt eftir kl. 11.00 . Þar munu hún og Kristján ræða stærstu mál síðustu vikna - Íslandsbankaskýrslu Ríkisendurskoðunar og skotgrafirnar í því máli, útlendingamálin og sjálfsagt eitt og annað fleira, t.d. vinsældir og óvinsældir í flóknu samstarfi.

Síðustu menn á dagskrá verða almannatenglarnir Ólafur Hauksson og Andrés Jónsson. Umræðuefnið verður Katar og hin umdeilda heimsmeistarakeppni í fótbolta sem hefst þar í dag. Ólafur telur fráleitt að RÚV sýni frá keppni í þessu landi þar sem mannréttindabrot eru viðtekin venja, pressan eykst á fyrirtæki um að nýta sér ekki þennan vettvang til að auglýsa sig en ólíklegt að sá þrýstingur hafi mikil áhrif, eða hvað?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×