Trump mættur aftur á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2022 02:28 Trump greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram til forseta Bandaríkjanna. Joe Raedle/Getty Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. Reikningurinn var opnaður nú í nótt en fyrir rúmum sólarhring blés Musk, sem nýlega keypti Twitter og tók við stöðu forstjóra miðilsins, til skoðanakönnunar á aðgangi sínum þar sem hann spurði einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Rúmlega 15 milljónir tóku þátt í könnuninni og greiddu 52 prósent atkvæði með því að opna aftur á reikning forsetans fyrrverandi. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hefur haldið til á eigin miðli Þó aftur hafi verið opnað á aðgang forsetans fyrrverandi er alls óljóst hvort hann muni nýta sér hann í jafn ríkum mæli og áður en hann hefur að undanförnu stuðst við miðilinn Truth Social. Miðillinn var stofnaður til höfuðs Twitter, af fyrirtæki Trumps sjálfs, í október 2021. Trump virðist þá ekki hafa haldið þeim fjölda fylgjenda sem hann var með áður en lokað var á hann. Þegar þetta er skrifað eru um tvær klukkustundir síðan aðgangurinn var opnaður aftur, en þegar hafa 2,2 milljónir manna gerst fylgjendur hans á miðlinum. Á dögunum lýsti Trump því yfir að hann hygðist bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann sóttist eftir endurkjöri í kosningunum 2020, en tapaði þá fyrir Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta. Framtíðin óljós hjá Twitter Nokkuð hefur gustað um Musk og Twitter frá því hann keypti miðilinn og tók við stjórnartaumum hans. Á dögunum virðast hundruðir starfsmanna hafa kosið að hætta hjá fyrirtækinu í stað þess að gangast undir afarkosti Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. Erlendir miðlar segja að meðal þeirra sem völdu frekar að ganga á braut séu margir tæknimanna fyrirtækisins, sem hafi hingað til séð til þess að halda samfélagsmiðlinum gangandi. Yfirmenn eru sagðir velta því fyrir sér að biðla til starfsmanna um að snúa aftur. Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Reikningurinn var opnaður nú í nótt en fyrir rúmum sólarhring blés Musk, sem nýlega keypti Twitter og tók við stöðu forstjóra miðilsins, til skoðanakönnunar á aðgangi sínum þar sem hann spurði einfaldlega hvort opna ætti á aðgang Trumps, sem hefur verið lokaður síðan í janúar á síðasta ári. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Rúmlega 15 milljónir tóku þátt í könnuninni og greiddu 52 prósent atkvæði með því að opna aftur á reikning forsetans fyrrverandi. Reikningi Trump var lokað af þáverandi stjórnendum Twitter eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Töldu stjórnendur miðilsins að Trump hefði með tístum sínum hvatt fylgjendur sína til óeirða og ofbeldis. Í kjölfarið reyndi Trump ítrekað að fá aðgang sinn aftur, en hann var afar virkur á miðlinum á árum áður, bæði sem forseti og áður en hann tók við embættinu árið 2017. Hefur haldið til á eigin miðli Þó aftur hafi verið opnað á aðgang forsetans fyrrverandi er alls óljóst hvort hann muni nýta sér hann í jafn ríkum mæli og áður en hann hefur að undanförnu stuðst við miðilinn Truth Social. Miðillinn var stofnaður til höfuðs Twitter, af fyrirtæki Trumps sjálfs, í október 2021. Trump virðist þá ekki hafa haldið þeim fjölda fylgjenda sem hann var með áður en lokað var á hann. Þegar þetta er skrifað eru um tvær klukkustundir síðan aðgangurinn var opnaður aftur, en þegar hafa 2,2 milljónir manna gerst fylgjendur hans á miðlinum. Á dögunum lýsti Trump því yfir að hann hygðist bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann sóttist eftir endurkjöri í kosningunum 2020, en tapaði þá fyrir Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta. Framtíðin óljós hjá Twitter Nokkuð hefur gustað um Musk og Twitter frá því hann keypti miðilinn og tók við stjórnartaumum hans. Á dögunum virðast hundruðir starfsmanna hafa kosið að hætta hjá fyrirtækinu í stað þess að gangast undir afarkosti Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. Erlendir miðlar segja að meðal þeirra sem völdu frekar að ganga á braut séu margir tæknimanna fyrirtækisins, sem hafi hingað til séð til þess að halda samfélagsmiðlinum gangandi. Yfirmenn eru sagðir velta því fyrir sér að biðla til starfsmanna um að snúa aftur.
Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30 Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49
Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. 16. nóvember 2022 11:30
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37