Borgin ríður á vaðið og skuldbindur sig til að taka á móti 1.500 flóttamönnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, undirrita samninginn í dag. vísir/steingrímur dúi Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst. Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“ Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“
Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira