Borgin ríður á vaðið og skuldbindur sig til að taka á móti 1.500 flóttamönnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, undirrita samninginn í dag. vísir/steingrímur dúi Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst. Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“ Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“
Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira