Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. nóvember 2022 17:45 Hér má sjá Chris Hemsworth ásamt leikstjóranum og framleiðandanum Darren Aronofsky á Limitless forsýningu í New York. Getty/Theo Wargo Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira