„Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 20:55 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. „Að þetta sé einhverskonar eðlilegur máti að leysa ágreining: að gera það bara með afgerandi vopnaburði, inni á opinberum vettvangi og ráðast þarna á einhverja aðila sem þeim er í nöp við. Það er kannski það sem manni bregður við varðandi þennan atburð.“ Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Helgi segir atburðinn marka ákveðinn þáttaskil en telur þó mikilvægt að nálgast málið ekki eingöngu út frá löggæslu- og refsingarvinklinum. Í samtali við Reykjavík Síðdegis segir Helgi að ákveðin þróun sé að eiga sér stað hér á landi í málum þar sem vopnaburður kemur við sögu. „En þetta mál er samt svolítið annars eðlis að því leytinu til að þarna virðist vera um skipulagða atlögu að ræða, þar sem menn raunverulega undirbúa sig fyrirfram, þar sem menn eru komnir með grímur og hylja andlit sitt. Þá þarf að skipuleggja það með einhverjum hætti, og koma þarna inn á þessu augnabliki og ráðast þarna að þremur aðilum. Þannig að það kveður þarna við nýjan tón í þessum málum, alveg klárlega. Manni bregður,“ segir Helgi. Hann tekur undir með því að málið minni að vissu leyti á atvik sem komið hafa upp í nágrannalöndum okkar, þar sem skipulögð gengjastríð koma við sögu og eggvoppnum og skotvopnum er beitt. „En við höfum ekki séð mikið af þessu hér hjá okkur, og aldrei með þessum hætti sem við sáum í gærkvöldi, það er að segja skipulögð atlaga af þessu tagi, í opinberu rými þar sem ráðist er inn með þessum hætti, fyrir framan gesti og saklausa borgara sem eru þarna í hægindum sínum og horfa upp á þessi ósköp.“Hann segir helst benda til að atburðurinn í gærkvöldi hafi verið einhverskonar uppgjör eða hefnd en það sé þó ekki hægt að fullyrða að það tengist undirheimunum. „Það sem slær mann kanski mest í þessu er að þarna skuli vera hópur einstaklinga sem telur það í sjálfu sér bara í lagi að bera vopn og mæta með grímu og beita vopnum með þessu tagi.“ Þá segir Helgi mikilvægt að gæta þess að hópamyndun af þessu tagi nái ekki að festa rætur í samfélaginu. „Þarna eru einstaklingar, kynslóðir, hópar sem að einhverju leyti hafa slitnað frá okkar samfélagi. Og við þurfum að einhverju leyti að ná til þessara hópa og svo líka að koma í veg fyrir að það verði brottfall í okkar skólakerfi, að menn lendi ekki á milli stafs og hurðar í okkar samfélagi. Að menn hafi við eitthvað að iðja, hvort sem það er í skóla eða vinnu eða frístund, þar sem menn losna ekki alveg frá samfélaginu og eru án eftirlits og umgjarðar.“ Helgi telur einnig mikilvægt að skerpa á því að vopnaburður af þessu tagi sé ekki heimill í opinberu rými. „Við þurfum auðvitað að skoða hverskonar viðurlagakerfi við höfum varðandi það. En við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda, hann er dýpri en svo.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
„Að þetta sé einhverskonar eðlilegur máti að leysa ágreining: að gera það bara með afgerandi vopnaburði, inni á opinberum vettvangi og ráðast þarna á einhverja aðila sem þeim er í nöp við. Það er kannski það sem manni bregður við varðandi þennan atburð.“ Talið er að hátt í tuttugu grímuklæddir menn hafi ráðist inn á staðinn. Helgi segir atburðinn marka ákveðinn þáttaskil en telur þó mikilvægt að nálgast málið ekki eingöngu út frá löggæslu- og refsingarvinklinum. Í samtali við Reykjavík Síðdegis segir Helgi að ákveðin þróun sé að eiga sér stað hér á landi í málum þar sem vopnaburður kemur við sögu. „En þetta mál er samt svolítið annars eðlis að því leytinu til að þarna virðist vera um skipulagða atlögu að ræða, þar sem menn raunverulega undirbúa sig fyrirfram, þar sem menn eru komnir með grímur og hylja andlit sitt. Þá þarf að skipuleggja það með einhverjum hætti, og koma þarna inn á þessu augnabliki og ráðast þarna að þremur aðilum. Þannig að það kveður þarna við nýjan tón í þessum málum, alveg klárlega. Manni bregður,“ segir Helgi. Hann tekur undir með því að málið minni að vissu leyti á atvik sem komið hafa upp í nágrannalöndum okkar, þar sem skipulögð gengjastríð koma við sögu og eggvoppnum og skotvopnum er beitt. „En við höfum ekki séð mikið af þessu hér hjá okkur, og aldrei með þessum hætti sem við sáum í gærkvöldi, það er að segja skipulögð atlaga af þessu tagi, í opinberu rými þar sem ráðist er inn með þessum hætti, fyrir framan gesti og saklausa borgara sem eru þarna í hægindum sínum og horfa upp á þessi ósköp.“Hann segir helst benda til að atburðurinn í gærkvöldi hafi verið einhverskonar uppgjör eða hefnd en það sé þó ekki hægt að fullyrða að það tengist undirheimunum. „Það sem slær mann kanski mest í þessu er að þarna skuli vera hópur einstaklinga sem telur það í sjálfu sér bara í lagi að bera vopn og mæta með grímu og beita vopnum með þessu tagi.“ Þá segir Helgi mikilvægt að gæta þess að hópamyndun af þessu tagi nái ekki að festa rætur í samfélaginu. „Þarna eru einstaklingar, kynslóðir, hópar sem að einhverju leyti hafa slitnað frá okkar samfélagi. Og við þurfum að einhverju leyti að ná til þessara hópa og svo líka að koma í veg fyrir að það verði brottfall í okkar skólakerfi, að menn lendi ekki á milli stafs og hurðar í okkar samfélagi. Að menn hafi við eitthvað að iðja, hvort sem það er í skóla eða vinnu eða frístund, þar sem menn losna ekki alveg frá samfélaginu og eru án eftirlits og umgjarðar.“ Helgi telur einnig mikilvægt að skerpa á því að vopnaburður af þessu tagi sé ekki heimill í opinberu rými. „Við þurfum auðvitað að skoða hverskonar viðurlagakerfi við höfum varðandi það. En við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda, hann er dýpri en svo.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54 „Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Árásarmenn margir starfað sem dyraverðir Fjórir til viðbótar voru handteknir í dag tengslum við hnífstunguárás sem gerð var inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur í gær. Átta eru nú samtals í haldi en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir minnst þremur þeirra og skorar á hina sem voru viðriðnir árásina að gefa sig fram við lögreglu. 18. nóvember 2022 16:54
„Við þurfum að bregðast við af mikilli hörku“ Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra eru sammála um að grípa verði til aðgerða gegn auknum vopnaburði og skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir af hnífstunguárás á Bankastræti Club í gærkvöldi séu virkilega óhugnanlegar. 18. nóvember 2022 14:22