Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Hannes Þór Halldórsson lék með Val frá 2019 til 2021. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira